Um síðuna

 

Albert eldar eiríksson matarblogg bloggari matarbloggari matarsíða matur uppskriftir
Albert Eiríksson

Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.

Hugmyndin með matarblogginu var fyrst að þetta yrðu uppskriftir heimilisins á einum stað á netinu. Við vorum með uppskriftirnar í möppum, ein mappan hét grænmeti, önnur fiskur og svo framvegis. Þetta kerfi virkaði ekki alveg nógu vel. Upphaflega hugmyndin var að hafa uppskriftirnar á netinu fyrir okkur. Sú hugmynd breyttist fljótlega og úr varð eitt vinsælasta matarblogg landsins.

FYRIRLESTRAR

Albert Bergþór

Takk fyrir að skoða þessa síðu, þið megið gjarnan segja ykkar álit og deila síðunni eða einstökum uppskriftum t.d. á Facebook, Pinterest og víðar.

Albert borðsiðir, fyrirlestur, kurteisi matur mannasiðir etiquette

Mér til mikillar ánægju hef ég haldið fyrirlestra um borðsiði og kurteisi. 

 

Það er ótrúlega gefandi að halda matreiðslunámsleið, allir elda saman og í lokin borða allir saman 

Það er ótrúlega gefandi að halda matreiðslunámskeið, allir elda saman og í lokin borða allir saman

Sé óskað eftir samstarfi er netfangið albert.eiriksson (hjá) gmail.com og síminn era 864 27 28. Bestu kveðjur, Albert

Borðað saman að loknu vel heppnuðu matreiðslunámskeiði

Albert eldar

— UM SÍÐUNA —