Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum Viðar, Bergþór, Garðar Thór og Páll Björgvin Jóhann, Gissur Páll og Hildur Ýr mangó chutney pistasíur hnetur norðfjörður neskaupstaður fjarðabyggð
Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum

Það er mikill vandi að elda fisk svo hann verði alveg passlega steiktur (eða soðinn), þetta er ekki bara mínútu spursmál heldur næstum því spurning um sekúndur. Hildur Ýr og Páll Björgvin í Neskaupstað buðu Sætabrauðsdrengjunum í mat og voru með hárrétt eldaðan silung með góðu salati

HILDUR ÝR  SILUNGUR  — NESKAUPSTAÐUR

.

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum
Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum. Uppskriftin er fyrir 8

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum.

2 dl pistasíuhnetur

2 tsk pipar, svartur

1400 g silungur

2 dl kóriander

2 stk lime

2 tsk salt

Maldon salt

8 msk mango chutney

Hitið ofnin í 180°C. Setjið silungsflökin í eldfast mót, dreypið safanum úr límónunni, og kryddið með salti og pipar. Smyrjið mangóchutney jafnt yfir flökin og stráið því næst hnetunum yfir. Bakið í 10-15 mín. Saxið kóríander niður og stráið yfir.

Ég notaði ekki allar hneturnar né kórianderið – setti það í skál og bar það fram með fiskinum. Gott að hver og einn geti fengið sér að vild.

Borið fram með fersku salati og sósu.

Sósan sem ég gerði með var sýrður rjómi, mango chutney, salt og pipar, lime og kóriander. Hlutföll eru ekki til – bara smakka og finna rétta bragðið

Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum Rabarbarabaka Sætabrauðsdrengirnir, Hildur Páll Björgvin
Jóhann, Gissur Páll og Hildur Ýr
Rabarbarabaka Silungur með mangóchutney og pistasíuhnetum viðar Bergþór Garðar Thór Páll Björgvin
Viðar, Bergþór, Garðar Thór og Páll Björgvin

HILDUR ÝR  SILUNGUR  — NESKAUPSTAÐUR

— SILUNGUR MEÐ MANGÓCHUTNEY —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Thai-tofu-karrý

Thai-tofu-karrý. Léttur og frískandi grænmetisréttur sem er bæði einfaldur og fljótlegur. Tómatarnir eru afhýddir með því að láta þá heila í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur, síðan er vatninu hellt af og þá er auðvelt að flysja. Það er til vegan-fiskisósa, ef hún er notuð er rétturinn algjörlega vegan. Gott að hafa í huga að fiskisósa og sojasósa eru mjög saltar.

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani

Rabarbarapæið með bláberjum, súkkulaði og marsipani. Það er nú ánægjulegt að sá hinar ýmsu útgáfur af rabarbarapæinu góða. Í kaffi hjá Carolu var boðið var upp á rabarbarapæ með bláberjum, marsípani og súkkulaði. Það þarf nú varla að taka það fram að ég tók hressilega til matar míns.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Höldum um stilkinn á léttvínsglösum

Við höldum um stilkinn á léttvínsglösum. Það er talað um belg, stilk og fót á glösum á fæti. Þegar haldið er á rauðvíns- eða hvítvínsglasi er haldið um stilkinn. Ástæðan er sú að með því að halda um belginn kámum við glasið með húðfitu og hitum vínið.  Meira um hvernig haldið er á léttvínsglösum HÉR Fólk sem endar ræður sínar á því að skála, biður gesti að lyfta glösum, síðan dreypa allir á og lyfta aftur (samt ekki of hátt). Þetta á líka við um þann sem stendur fyrir skáluninni - hann dreypir líka á. Meira um skálun HÉR