Frönsk súkkulaðiterta – ein sú allra besta

Frönsk súkkulaðiterta, súkkulaðikaka, konráð jónsson, konni jóns Templarinn, Fáskrúðsfjörður, kaffimeðlæti, terta, konni besta franska súkkulaðitertan kaka terta
Konráð fær sér sneið af franskri súkkulaðitertu

Frönsk súkkulaðiterta

Einn af fjölmörgum kostum við að reka kaffihús er að hægt er að prófa nýjar tertur á hverjum degi og líka hægt að þróa góðar tertur þannig að þær verði enn betri. Þannig varð þessi uppskrift til (og ég borðaði extra mikið af súkkulaðitertum).

Ef þið ætlið að nota mjólkursúkkulaði eða einhver gerfiefni í þessa uppskrift getið þið sleppt því að baka hana 🙂  Eitt af því sem gerir góðar tertur góðar er gott hráefni.

.

SÚKKULAÐITERTURFRAKKLANDTERTUR

.

Frönsk súkkulaðiterta

200 g smjör
200 g gott dökkt súkkulaði
1-2 msk mjög sterkt kaffi
1/2 tsk salt
4 egg
2 dl sykur
2-3 msk hveiti

Setjið saman í pott súkkulaði, smjör, kaffi og salt og hitið þangað til súkkkulaðið og smjörið er bráðnað.

Þeytið mjög vel saman eggjunum og sykrinum, bætið útí súkkulaðinu og loks hveitinu. Það fer eftir ofnum hversu lengi tertur eru bakaðar og því erfitt að segja nákvæman tíma. Sjálfur hef ég þessa tertu í 20 mín í ofninum á 160°C

Krem:

70 gr smjör
150 g gott dökkt súkkulaði
2 msk síróp
1/3 tsk salt

Hitað við vægan hita og hellið yfir kökuna.

 

 Myndarlegi pilturinn á myndinni heitir Konráð.

Frönsk súkkulaðiterta
Frönsk súkkulaðiterta – ein sú allra besta

.

SÚKKULAÐITERTURFRAKKLANDTERTUR

— BESTA FRANSKA SÚKKULAÐITERTAN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Chili sin carne – Grænmetispottréttur með chili

Chili sin Carne - Grænmetispottréttur með chili.  Gunna Stína var að tala um mat um daginn (eins og oft áður), meðal annars chili sin carne sem bragðaðist einstaklega vel. Hún útvegaði mér uppskriftina....

Avókadó hráterta – öndvegis terta

Avókadó hráterta. Í veislu á dögunum, Pálínuboði, var þessi öndvegis terta á borðum. Við linntum ekki látum fyrir en við fundum konuna sem útbjó hana og með ánægju deildi Hildur uppskriftinni. Þessi terta kemst á topp þrjú yfir bestu hrátertur sem ég hef smakkað, þær eru margar góðar. Ég sleppti því að frysta hana, heldur útbjóð ég hana kvöldinu áður en hún var snædd. Kannski er græni liturinn að blekkja okkur lítið eitt, maður er ekki vanur grænum tertum.... Hvet ykkur til að prófa þessa, þið sjáið ekki eftir því.

Messa og messukaffi í Beruneskirkju

Messukaffi. Var við messu í Beruneskirkju í dag þar sem séra Sjöfn Jóhannesdóttir þjónaði. Á eftir var öllum kirkjugestum boðið í messukaffi á Berunesi. Dásamlegt á fögrum stað á fallegum sumardegi. Amen!