Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére Herbes de Provance krydd frönsk baka frakkland

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á.

🇫🇷

ANSJÓSURFRAKKALANDBÖKUR

🇫🇷

Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére

Botn
250 g hveiti
125 g smjör
6 msk vatn
salt
Hrærið vel saman og látið standa nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Deigið verður betra viðureignar við að standa drykklanga stund áður en það er flatt út.

Fylling

4-6 msk ólífuolía
1 kg laukur
3 hvítlauksgeirar
steinlausar svartar ólífur
2 tómatar
2-3 dósir ansjósur
salt-pipar
Herbes de Provence krydd

Skerið laukinn í þunnar sneiðar og hvítlaukinn smátt. Brúnið í 5 mín við vægan hita í olíu. bætið salti og pipar út í. Látið ekki brúnast of mikið.

Gerið bökudeigið og setjið í eldfast form eða á plötu.  Setjið laukinn ofan á og raðið ansjósunum og tómötunum yfir. Stráið vel af Herbes de Provance kryddi yfir. Skreytið með ólífum og hellið 3 msk af ólíufolíu yfir.

Bakið í 20 mín við 210°

Lauk- og ansjósubaka – Pissaladiére laukur baka frönsk ansjósur
Laukurinn steiktur

🇫🇷

LAUK- OG ANSJÓSUBAKA

🇫🇷

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.