Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére. Þeir sem eru hrifnir af ansjósum elska þessa böku. Til að fá enn meira ansjósubragð er kjörið að nota olíuna af þeim líka. Fallegast þykir að raða ansjósunum þannig að þær myndi tígla og setja tómatana inní þá og ólífurnar ofan á.
🇫🇷
— ANSJÓSUR — FRAKKALAND — BÖKUR —
🇫🇷
Lauk- og ansjósubaka frá Nice – pissaladiére
Botn
250 g hveiti
125 g smjör
6 msk vatn
salt
Hrærið vel saman og látið standa nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Deigið verður betra viðureignar við að standa drykklanga stund áður en það er flatt út.
Fylling
4-6 msk ólífuolía
1 kg laukur
3 hvítlauksgeirar
steinlausar svartar ólífur
2 tómatar
2-3 dósir ansjósur
salt-pipar
Herbes de Provence krydd
Skerið laukinn í þunnar sneiðar og hvítlaukinn smátt. Brúnið í 5 mín við vægan hita í olíu. bætið salti og pipar út í. Látið ekki brúnast of mikið.
Gerið bökudeigið og setjið í eldfast form eða á plötu. Setjið laukinn ofan á og raðið ansjósunum og tómötunum yfir. Stráið vel af Herbes de Provance kryddi yfir. Skreytið með ólífum og hellið 3 msk af ólíufolíu yfir.
Bakið í 20 mín við 210°
🇫🇷
🇫🇷