Chai te

Chai te heilsudrykkur hollur drykkur kanill pipar anis kardimommur negulnaglar hunang orkudrykkur orkute
Krydd í chai te

Chai te eða kryddte

Chai te eða kryddte er allra meina bót og virkar einnig fyrirbyggjandi. Hér á bæ fáum við okkur Chai te við og við og verður okkur vart misdægurt – hvort sem það er teinu að þakka eða öðru. Það eru til fjölmargar uppskriftir af Chai tei. Eftir skoðun með aðstoð google sýnist mér aðaluppistaðan vera svipuð og er hér að neðan. Margir tala um hve orkugefandi það sé. Þrátt fyrir margar kryddtegundir, og sumar sterkar, er teið bæði milt og bragðgott. Ágætt er að hafa í huga að það er ekki sama hunang og hunang, í mörgum tegunum er viðbættur hvítur sykur. Vandið því valið næst þegar þið kaupið ykkur hunang. Einnig er gott að nota í Chai te fennel, hvítlauk eða anis.

DRYKKIR

.

Chai te

3 bollar vatn

10 piparkorn

2 cm engifer

1-2 kanilstangir (eða kanill)

8-10 kardimommur

8-10 negulnaglar

smá múskat

1 msk. svart te

1 msk gott hunang

1-2 b. (soya)mjólk

Setjið vatnið og kryddin í pott og látið sjóða í 2-3 mín. Bætið þá út í hunangi og mjólk og hitið að suðu. Síið kryddin frá og drekkið.

Athugið að þessi hlutföll eru alls ekkert heilög, verið óhrædd við að þróa ykkar útgáfu af Chai tei

— CHAI TE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Jarðarberjaostaterta

Jarðarberjaostaterta. Mjög fersk og góð terta sem hentar bæði sem eftirréttur og kaffimeðlæti. Þessi terta er dæmi um uppskrift þar sem auðveldlega má minnka sykurmagnið verulega. Upphaflega uppskriftin var með bláberjum í stað jarðarberja og heilum bolla af sykri. Verum vakandi, ekki bara varðandi sykurinn heldur líka annað sem við látum inn fyrir okkar varir.

Rabarbara tiramisu

Rabarbara tiramisu. Um helgina var sjálfbær þorpshátíð á Stöðvarfirði sem kölluð er "Maður er manns gaman" - í öll skiptin sem hátíðin hefur verið haldin, hefur verið rabarbararéttakeppni. Tíu ára frænka mín sendi inn meðfylgjandi uppskrift og vann fyrstu verðlaun fyrir.

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi

Matreiðslunámskeið í Kvennaskólanum á Blönduósi. Sléttum sextíu árum eftir að mamma byrjaði í Kvennaskólanum á Blönduósi fór ég þangað og hélt matreiðslunámskeið í sama eldhúsinu og hún lærði í. Það er mjög gaman að skoða skólabygginguna sem er öll hin glæsilegasta. Ég fékk að fara um allt húsið og skoðaði það hátt og lágt.

Meðan við biðum eftir að aðalrétturinn yrði tilbúinn var farið yfir nokkra borðsiði og úr urðu hinar fjörugustu umræður.

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave

Bananalummur

Bananalummur

Bananalummur. Stundum rekst ég á uppskriftir sem hljóma svo ótrúlega að það er ekki annað hægt en að prófa sjálfur. Ég geri ekki ráð fyrir að steikja þessar lummur aftur, en það var vel þess virði að prófa...

Fyrri færsla
Næsta færsla