Chai te

Chai te heilsudrykkur hollur drykkur kanill pipar anis kardimommur negulnaglar hunang orkudrykkur orkute
Krydd í chai te

Chai te eða kryddte

Chai te eða kryddte er allra meina bót og virkar einnig fyrirbyggjandi. Hér á bæ fáum við okkur Chai te við og við og verður okkur vart misdægurt – hvort sem það er teinu að þakka eða öðru. Það eru til fjölmargar uppskriftir af Chai tei. Eftir skoðun með aðstoð google sýnist mér aðaluppistaðan vera svipuð og er hér að neðan. Margir tala um hve orkugefandi það sé. Þrátt fyrir margar kryddtegundir, og sumar sterkar, er teið bæði milt og bragðgott. Ágætt er að hafa í huga að það er ekki sama hunang og hunang, í mörgum tegunum er viðbættur hvítur sykur. Vandið því valið næst þegar þið kaupið ykkur hunang. Einnig er gott að nota í Chai te fennel, hvítlauk eða anis.

DRYKKIR

.

Chai te

3 bollar vatn

10 piparkorn

2 cm engifer

1-2 kanilstangir (eða kanill)

8-10 kardimommur

8-10 negulnaglar

smá múskat

1 msk. svart te

1 msk gott hunang

1-2 b. (soya)mjólk

Setjið vatnið og kryddin í pott og látið sjóða í 2-3 mín. Bætið þá út í hunangi og mjólk og hitið að suðu. Síið kryddin frá og drekkið.

Athugið að þessi hlutföll eru alls ekkert heilög, verið óhrædd við að þróa ykkar útgáfu af Chai tei

— CHAI TE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla