Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur rósmarín timían sítrónur kjúklingur kjúlli ítalía ítalskur salvía
Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur þessi er unaðslega góður. Hins vegar er kjúklingur einn og sér afar bragðlítill, þess vegna skiptir “allt hitt” miklu máli. „Allt hitt” eru t.d. kryddin, önnur hráefni í réttinn og meðlætið. Þessa uppskrift má rekja til Ítalíu. Ef ég man rétt voru í henni kjúklingabringur en þar sem lærin eru fitumeiri og mýkri nota ég þau alltaf.

Sítrónukjúklingur

10 kjúklingalæri – úrbeinuð

4 msk góð matarolía

1 stór laukur – í grófa bita

3 hvítlauksgeirar – fínt saxaðir

1 1/2 msk rósmarín

2 tsk salvía

1 msk timían, eða rúmlega það

salt og pipar

safi úr 1/2 – einni sítrónu

6 ferskir tómatar

50 g smjör

Leggið kjúklingalærin í eldfast form. Látið olíu, lauk, hvítlauk, tómata, sítrónusafann og kryddið í skál og blandið vel saman. Setjið yfir kjúklingalærin. Skerið smjörið í bita og látið ofan á. Setjið formin í 180° heitan ofn í um 35 mín. þá er ágætt að lækka hitann í 140° og hafa réttinn áfram í ofninum í um 25 mín. En auðvitað fer tíminn eftir ofnum, passið að kjúklingurinn sé steiktur í gegn.

SJÁ EINNIG: KJÚKLINGURSÍTRÓNURÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra

Fermingarundirbúningur, -gjafir og nokkur góð ráð fyrir fermingarbörn, foreldra og aðra. Það er að mörgu að huga varðandi fermingarundirbúning og fermingarveislur. Það er eins með fermingar veislur og aðrar veislur: Skipulagið er mikilvægt og allur undirbúningur. Í mínu ungdæmi var oft talað um að við fermingu væru börnin komin í tölu fullorðinna. Nú er sem betur fer öldin önnur og börnin fá að vera börn áfram.

Fyrri færsla
Næsta færsla