Auglýsing
Sítrónukjúklingur rósmarín timían sítrónur kjúklingur kjúlli ítalía ítalskur salvía
Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur þessi er unaðslega góður. Hins vegar er kjúklingur einn og sér afar bragðlítill, þess vegna skiptir “allt hitt” miklu máli. „Allt hitt” eru t.d. kryddin, önnur hráefni í réttinn og meðlætið. Þessa uppskrift má rekja til Ítalíu. Ef ég man rétt voru í henni kjúklingabringur en þar sem lærin eru fitumeiri og mýkri nota ég þau alltaf.

Sítrónukjúklingur

10 kjúklingalæri – úrbeinuð

4 msk góð matarolía

1 stór laukur – í grófa bita

3 hvítlauksgeirar – fínt saxaðir

1 1/2 msk rósmarín

2 tsk salvía

1 msk timían, eða rúmlega það

salt og pipar

safi úr 1/2 – einni sítrónu

6 ferskir tómatar

50 g smjör

Leggið kjúklingalærin í eldfast form. Látið olíu, lauk, hvítlauk, tómata, sítrónusafann og kryddið í skál og blandið vel saman. Setjið yfir kjúklingalærin. Skerið smjörið í bita og látið ofan á. Setjið formin í 180° heitan ofn í um 35 mín. þá er ágætt að lækka hitann í 140° og hafa réttinn áfram í ofninum í um 25 mín. En auðvitað fer tíminn eftir ofnum, passið að kjúklingurinn sé steiktur í gegn.

SJÁ EINNIG: KJÚKLINGURSÍTRÓNURÍTALÍA

Auglýsing

5 athugasemdir

  1. This sounds yummy!! Is the chicken boneless/skinless? And is the temp in C?? I will adjust on this end….I have a chicken to prepare for tomorrow….I may chop it up and use this recipe!

  2. Ó hvað uppskriftin er girnileg, ég ætla að prófa hana við tækifæri! Ég er stundum svolítið græn með notkun á kryddjurtum og langar því að spyrja hvort þú meinir ferskar eða þurrkaðar kryddjurtir hér?
    Takk fyrir frábæra síðu!
    Kveðja,
    Kristín.

Comments are closed.