Chai te

Chai te heilsudrykkur hollur drykkur kanill pipar anis kardimommur negulnaglar hunang orkudrykkur orkute
Krydd í chai te

Chai te eða kryddte

Chai te eða kryddte er allra meina bót og virkar einnig fyrirbyggjandi. Hér á bæ fáum við okkur Chai te við og við og verður okkur vart misdægurt – hvort sem það er teinu að þakka eða öðru. Það eru til fjölmargar uppskriftir af Chai tei. Eftir skoðun með aðstoð google sýnist mér aðaluppistaðan vera svipuð og er hér að neðan. Margir tala um hve orkugefandi það sé. Þrátt fyrir margar kryddtegundir, og sumar sterkar, er teið bæði milt og bragðgott. Ágætt er að hafa í huga að það er ekki sama hunang og hunang, í mörgum tegunum er viðbættur hvítur sykur. Vandið því valið næst þegar þið kaupið ykkur hunang. Einnig er gott að nota í Chai te fennel, hvítlauk eða anis.

DRYKKIR

.

Chai te

3 bollar vatn

10 piparkorn

2 cm engifer

1-2 kanilstangir (eða kanill)

8-10 kardimommur

8-10 negulnaglar

smá múskat

1 msk. svart te

1 msk gott hunang

1-2 b. (soya)mjólk

Setjið vatnið og kryddin í pott og látið sjóða í 2-3 mín. Bætið þá út í hunangi og mjólk og hitið að suðu. Síið kryddin frá og drekkið.

Athugið að þessi hlutföll eru alls ekkert heilög, verið óhrædd við að þróa ykkar útgáfu af Chai tei

— CHAI TE —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Konfektkökur – verðlaunasmákökur

Konfektkökur

Konfektkökur. Besta smákakan 2014. Smákökusamkeppni Gestgjafans og Kornax var óvenju fjölbreytt í ár, það bárust tæplega 160 tegundir en dómnefndin var sammála um að þessar smákökur ættu verðlaunin skilið. Austfirðingurinn Guðríður Kristinsdóttir bakaði þær af mikilli natni.

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu

Steiktur fiskur í kókosraspi með eplum og banönum, borinn fram með hnetusósu. Björgu Þórsdóttur kynntist ég þegar hún lærði söng í Listaháskólanum. Hún er annáluð fyrir góðan mat og mataráhuga og við áttum það til að gleyma okkur í matarumræðum í skólanum. Einhverju sinni heyrðist á skrifstofunni „Hvað heitir aftur vinkona þín sem kemur svo oft og talar um mat við þig?" Þá var verið að tala um Björgu sem hér deilir uppskrift frá ömmu sinni.

Fyrri færsla
Næsta færsla