Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur rósmarín timían sítrónur kjúklingur kjúlli ítalía ítalskur salvía
Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur

Sítrónukjúklingur þessi er unaðslega góður. Hins vegar er kjúklingur einn og sér afar bragðlítill, þess vegna skiptir “allt hitt” miklu máli. „Allt hitt” eru t.d. kryddin, önnur hráefni í réttinn og meðlætið. Þessa uppskrift má rekja til Ítalíu. Ef ég man rétt voru í henni kjúklingabringur en þar sem lærin eru fitumeiri og mýkri nota ég þau alltaf.

Sítrónukjúklingur

10 kjúklingalæri – úrbeinuð

4 msk góð matarolía

1 stór laukur – í grófa bita

3 hvítlauksgeirar – fínt saxaðir

1 1/2 msk rósmarín

2 tsk salvía

1 msk timían, eða rúmlega það

salt og pipar

safi úr 1/2 – einni sítrónu

6 ferskir tómatar

50 g smjör

Leggið kjúklingalærin í eldfast form. Látið olíu, lauk, hvítlauk, tómata, sítrónusafann og kryddið í skál og blandið vel saman. Setjið yfir kjúklingalærin. Skerið smjörið í bita og látið ofan á. Setjið formin í 180° heitan ofn í um 35 mín. þá er ágætt að lækka hitann í 140° og hafa réttinn áfram í ofninum í um 25 mín. En auðvitað fer tíminn eftir ofnum, passið að kjúklingurinn sé steiktur í gegn.

SJÁ EINNIG: KJÚKLINGURSÍTRÓNURÍTALÍA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla