Auglýsing
Diddú, Edda, Albert, Vala Matt, Ragga Gísla og Guðný DUNALime terta Limeterta möndlur límóna avókadó banani raw food kaka
Limeterta

Limeterta. Mikið er gaman að prófa nýjar uppskriftir. Þegar von er á gestum er upplagt að prófa nýtt kaffimeðlæti. Það er fljótlegt að útbúa þessa limetertu – kannski virkar hún framandi við fyrstu sýn en hún er vel þess virði að prófa. Það þarf ekki að bíða eftir að deigið lyfti sér, enginn bakstur, engin hætta á að hún falli. Ekkert vesen.

LIMEHRÁTERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

Limeterta

Botn:
1 dl möndlur (látið liggja í bleyti í um 2 klst)
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
1 dl kókosmjöl
12 döðlur (látið liggja í bleyti í um 2 klst)
1/2 tsk kanill
4 msk kókosolía

Auglýsing

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Látið í kringlótt form, þjappið vel og frystið

Fylling:
1 1/2 avokadó (þroskað)
1 1/2 banani
2/3 dl limesafi
2 msk agavesíróp
2 msk kókosolía

Maukið allt í matvinnsluvél og setjið yfir botninn. Frystið áfram. Takið tertuna úr frystinum um klst áður hún er borin á borðið. Skreytið með rifnum sítrónuberki og bráðnu súkkulaði

Limeterta Diddú Edda Albert Vala Matt Ragga Gísla Duna Guðný
Diddú, Edda, Albert, Vala Matt, Ragga Gísla og Guðný

.

LIMEHRÁTERTURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

.

— LIMETERTA —

.

2 athugasemdir

  1. Komdu sæll.

    Falleg kaka, pottþétt holl en umfram allt klárlega góð..þú klikkar ekki á hlutunum frekar en fyrri daginn.

    Með góðri kveðju að norðan

Comments are closed.