Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónuterta mjólkurlaus eggjalaus kaka

Kókos-sítrónukaka (mjólkur- og eggjalaus). Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, – þeir finna hvort eð er ekki muninn!

KÓKOSSÍTRÓNURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

 Kókos- og sítrónukaka

1 2/3 b hrásykur eða sykur
2/3 b matarolía
1 dós kókosmjólk (400 ml)
¼ b rís- eða sojamjólk
¼ b sítrónusafi
3 msk sítrónubörkur
2 tsk vanilla
3 b fínt spelt eða hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 ½ b gróft kókosmjöl

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í 25 cm hringform.

Hrærið, á lágum hraða: Sykur, olíu, kókosmjólk, rísmjólk, sítrónusafa, börk og vanillu.

Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt út í og hrærið þar til deigið er vel blandað. Setjið kókosmjöl síðast út í með sleif.

Bakið í 1 klst., eða uns prjónn sem stungið er í kökuna, er hreinn.

Látið kólna í forminu. Setjið kökuna á disk og þekið með kremi eftir smekk.

Krem:
1 b flórsykur
kókosolía
kaffi
vanilla

Hitið saman 2-3 msk kókosolíu og nokkrar msk kaffi. Blandið eftir þörfum saman við flórsykur í skál, ásamt vanillu. Kreminu má sleppa og skreyta á annan hátt, t.d. með því að sigta svolítinn flórsykur ofan á.

Ath. að vanillu má búa til með því að setja góðar vanillustangir út í vodka. Þannig verður til mun bragðmeiri og fylltari vanilla en yfirleitt fæst í búðum.

.

KÓKOS- OG SÍTRÓNUKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum

Hvítsúkkulaðimús með sérrýlegnum makkarónum. Það upplýsist hér og nú að ég á nokkrar extragóðar tertu- og eftirréttavinkonur. Þær hringi ég í þegar mikið liggur við, t.d. þegar Tobba á matarvef moggans hefur samband og óskar eftir hátíðlegur eftirréttum. Kata er ein þessara vinkvenna, hún tók nú ljúflega í uppskrift.

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi

Nýr maður eftir þrjár vikur á Clean Gut fæði frá Lukku á Happi. Matarvegir okkar Betu næringarfræðings liggja víða. Núna var ég að ljúka þriðju vikunni á svokölluðu Clean Gut(hreinu fæði+16.8). Það er ekki ofsögum sagt að ég er eins og nýr maður eftir vikurnar á hollustufæði frá Lukku á Happi.

Við byrjuðum á að sitja fund með Lukku sem kom með hugmyndina að hreina fæðinu í þrjár vikur og 16:8 föstunni sem gengur út á að borða í 8 tíma og fasta í sextán. Bæði maturinn og þessi tegund af föstu hentuðu mér mjög vel.

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur?

 

Hvernig bragðast maturinn? Er ekki allt í lagi hjá ykkur? Sumum virðist hafa verið kennt að koma sí og æ að borðinu til að spyrja: „Hvernig bragðast maturinn?“ Það virkar stundum eins og lærð kurteisi, en það er aldrei þægilegt. Gestirnir láta vita ef eitthvað er að og gefa merki ef vantar aðstoð, en þá er auðvitað mikilvægt að sjá til hliðar og líka með hnakkanum þegar gestur gefur bendingu.

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð

Fíkjubrauð. Mikið óskaplega er gaman að baka. Í dag er það fíkjubrauð sem rennur ljúflega niður með góðum kaffibolla. Í upphaflegu uppskriftinni er tekið fram að maður eigi að sjóða fíkjurnar í nokkrar mínútur, ég sleppti því enda engin ástæða til. Bökum og bökum

Fyrri færsla
Næsta færsla