Auglýsing

Kókos- og sítrónuterta mjólkurlaus eggjalaus kaka

Kókos-sítrónukaka (mjólkur- og eggjalaus). Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, – þeir finna hvort eð er ekki muninn!

KÓKOSSÍTRÓNURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

 Kókos- og sítrónukaka

1 2/3 b hrásykur eða sykur
2/3 b matarolía
1 dós kókosmjólk (400 ml)
¼ b rís- eða sojamjólk
¼ b sítrónusafi
3 msk sítrónubörkur
2 tsk vanilla
3 b fínt spelt eða hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 ½ b gróft kókosmjöl

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í 25 cm hringform.

Hrærið, á lágum hraða: Sykur, olíu, kókosmjólk, rísmjólk, sítrónusafa, börk og vanillu.

Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt út í og hrærið þar til deigið er vel blandað. Setjið kókosmjöl síðast út í með sleif.

Bakið í 1 klst., eða uns prjónn sem stungið er í kökuna, er hreinn.

Látið kólna í forminu. Setjið kökuna á disk og þekið með kremi eftir smekk.

Krem:
1 b flórsykur
kókosolía
kaffi
vanilla

Hitið saman 2-3 msk kókosolíu og nokkrar msk kaffi. Blandið eftir þörfum saman við flórsykur í skál, ásamt vanillu. Kreminu má sleppa og skreyta á annan hátt, t.d. með því að sigta svolítinn flórsykur ofan á.

Ath. að vanillu má búa til með því að setja góðar vanillustangir út í vodka. Þannig verður til mun bragðmeiri og fylltari vanilla en yfirleitt fæst í búðum.

.

KÓKOS- OG SÍTRÓNUKAKA

.

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Ég get svo svarið það, ekki hefði ég getað ímyndað mér að þessi kaka væri eggjalaus. Hún var alveg ferlega góð. Takk fyrir mig!
    Já og eitt enn….. taktu eftir Albert að ég er sú eina á myndinni sem er í lit!!!

Comments are closed.