Kókos- og sítrónukaka

Kókos- og sítrónuterta mjólkurlaus eggjalaus kaka

Kókos-sítrónukaka (mjólkur- og eggjalaus). Í heimilisfræði lærði maður að kökudeig væri sko ekkert kökudeig nema í því væru egg og mjólk  til að binda deigið saman. Með ofurlitlu gúgli má komast að því að ýmislegt annað má nota í staðinn með góðum árangri; t.d. eru möluð hörfræ ígildi eggja í lummum.

Hér er kaka sem helst mjög vel saman, er ljúffeng og létt. Engin þörf er á að útskýra fyrir þeim, sem hafa fordóma gagnvart vegan (dýraafurðalausu) fæði, hvernig hún er samsett, – þeir finna hvort eð er ekki muninn!

KÓKOSSÍTRÓNURTERTURKAFFIMEÐLÆTI

 Kókos- og sítrónukaka

1 2/3 b hrásykur eða sykur
2/3 b matarolía
1 dós kókosmjólk (400 ml)
¼ b rís- eða sojamjólk
¼ b sítrónusafi
3 msk sítrónubörkur
2 tsk vanilla
3 b fínt spelt eða hveiti
2 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1 tsk salt
1 ½ b gróft kókosmjöl

Hitið ofninn í 180°C. Setjið bökunarpappír í 25 cm hringform.

Hrærið, á lágum hraða: Sykur, olíu, kókosmjólk, rísmjólk, sítrónusafa, börk og vanillu.

Sigtið hveiti, lyftiduft, matarsóda og salt út í og hrærið þar til deigið er vel blandað. Setjið kókosmjöl síðast út í með sleif.

Bakið í 1 klst., eða uns prjónn sem stungið er í kökuna, er hreinn.

Látið kólna í forminu. Setjið kökuna á disk og þekið með kremi eftir smekk.

Krem:
1 b flórsykur
kókosolía
kaffi
vanilla

Hitið saman 2-3 msk kókosolíu og nokkrar msk kaffi. Blandið eftir þörfum saman við flórsykur í skál, ásamt vanillu. Kreminu má sleppa og skreyta á annan hátt, t.d. með því að sigta svolítinn flórsykur ofan á.

Ath. að vanillu má búa til með því að setja góðar vanillustangir út í vodka. Þannig verður til mun bragðmeiri og fylltari vanilla en yfirleitt fæst í búðum.

.

KÓKOS- OG SÍTRÓNUKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Sítrónuterta með stóru S-i

Sítrónuterta

Sítrónuterta með stóru S-i. Sítrónur gera suma rétti enn betri, stundum smá mótvægi við sætindin. Sjálfur er ég afar hrifinn af sítrónum í mat þar sem þær eiga við. Hins vegar rak ég upp stór augu þegar ég sá allan þann sítrónusafa sem notaður er í þessa tertu. En mikið óskaplega bragðast hún vel með góðum kaffibolla. Tertan var borin fram volg með vanilluís.

Fyrri færsla
Næsta færsla