Spínatlasagna

Spínatlasagna grænmetislasagna Dóra Emils spínat grænmetisfæði lasagna hollt hollusta
Spínatlasagna

Spínatlasagna

Spínat er bæði ríkt af andoxunarefnum og næringarefnum. Auk þess er það fitulaust. Í hugum flestra tengist múskat bakstri, en það er líka gott í annan mat. Sjálfur er ég afar hrifinn af hvítlauk og nota gjarnan meira af honum en er í uppskriftum, þið metið sjálf hversu mikið af honum þið viljið hafa. Til tilbreytingar má afhýða sæta kartöflu, skera í þunnar sneiðar og leggja á milli laga. Það er gott að setja hvítlauks- eða chiliolíu yfir þegar áður en formið er sett á borðið.

— SPÍNATGRÆNMETISLASAGNAVEGANLASAGNA

.

Eitt og annað í spínatlasagna

Spínatlasagna

1 bolli góð matarolía
1 stór laukur
4-5 hvítlauksgeirar
10 meðalstórar kartöflur
600 g frosið spínat
1 1/2 msk cummín
1 tsk múskat
1 tsk kóriander
salt og pipar
smá chili
lasagnaplötur
rifinn ostur eða kókosmjöl fyrir þá sem vilja hafa réttinn alveg vegan.

Sjóðið kartöflurnar en kælið þær ekki. Saxið laukinn og steikið í olíunni ásamt hvítlauk. Setjið frosið spínat saman við. Grófmerjið kartöflurnar og látið út í. Kryddið með múskati, cummíni, salti, pipar, chili og blandið vel saman. Spínatið á að þiðna alveg í pottinum og losna í sundur.

Setjið í eldfast form með lasagne plötum á milli. Dreifið rifnum osti yfir og bakið í um 40 mín á miðlungs hita (ca 150°)

Sólveig, Vilborg, Albert, Halldóra árdís
Sólveig, Vilborg, Albert, Halldóra og Árdís Hulda  Huldu– og Eiríksbörn frá Brimnesi.

.

— SPÍNATGRÆNMETISLASAGNAVEGANLASAGNA

SPÍNATLASAGNA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.