Brownies

Brownies á páskum páskar páskatertur albert eldar
Brownies – seigar í miðjunni og svolítið stökkar á yfirborðinu eru þær ómótstæðilegar þegar mikið stendur til. Og þær klárast! 

Brownies

Brownies eru svo amerískar að það er eiginlega ekki hægt að þýða nafnið, viltu brúnkur heillin? Seigar í miðjunni og svolítið stökkar á yfirborðinu eru þær ómótstæðilegar þegar mikið stendur til. Og þær klárast! Ef ekki, laumast maður, eins og Nigella, seint að kvöldi í ísskápinn, stynur um leið og maður bítur í eina freistandi brownie og fær sér íííískalda mjólk með. Þetta má ALLS ekki verða daglegt brauð, hér er ekki um hollustufæði að ræða! En hvað væri lífið án þess að syndga pínulítið einu sinni á ári?

Brownies

70 g 70% súkkulaði

100 g 56% súkkulaði

150 g smjör

200 g sykur

2 tsk vanilludropar

3 stór egg

100 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

Ef vill: 100 g þurr-ristaðar heslihnetur eða aðrar hnetur.

Hitið ofninn í 160°C.
Setjið bökunarpappír í 20×20 cm form.
Bræðið súkkulaði og smjör saman.
Hellið í hrærivélarskálina og þeytið sykur og vanillu saman við. Þeytið eggin út í, eitt í einu. Þeytið áfram þar til deigið er mjúkt og glansandi.
Sigtið hveiti og lyftiduft út í deigið og hrærið stuttlega saman við á lægsta hraða.
Blandið hnetum saman við með skeið.
Hellið í formið; bakið þar til tannstöngull kemur út með rökum bitum í miðju, hann á ekki að vera þurr, 35-40 mínútur.
Kælið vel á grind. Skerið í ferninga.
Gerir 12-16 brownies.

 
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Zinzino Balance Oil

Zinzino Balance Oil. Eins og margir vita tekur Bergþór þátt í feikivinsælum dansþáttum á Stöð 2. Það hefur gengið vonum framar, en hans helsta markmið var að fara út fyrir þægindarammann sinn til að halda sér ferskum, en ekki síður að sýna fram á að það skiptir ekki máli á hvaða aldri fólk er þegar það byrjar að dansa. Honum hefur farið gríðarlega fram og hefur komið sjálfum sér á óvart. Heimilislífið stendur með þvílíkum blóma og gleði og það er gaman að heyra sporaglaum inni í stofu þegar maður vaknar.

Hjónabandssæla Gústu

IMG_4259IMG_4271

Hjónabandssæla Gústu.  Á ferð okkar um Norðurland bauð Hólmfríður Benediktsdóttir okkur í kaffi. Margt er það sem gleður okkur en fátt eins og heimabakað bakkelsi. Uppskriftin er frá Gústu tengdamóður Hólmfríðar