Auglýsing
Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta marsipan möndlumjöl Cake grape vínber sítrónur appelsína pistasíur terta kaka kaffimeðlæti
Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vínberjaterta með pistasíum. Ó! það er svo gaman að baka. Baka, baka, baka 🙂 Kannski ekki mjög algengt að hafa vínber, pistasíur og marsipan í einni og sömu tertunni. Amk var ég aðeins tvístígandi hvort ég ætti að prófa, en ég sé ekki eftir því. Óskaplega bragðgóð terta og eiginlega betri daginn eftir.

VÍNBERPISTASÍURTERTURMARSIPAN

Vínberjaterta með pistasíum
Vínberjaterta með pistasíum – óskaplega bragðgóð terta

Vínberjaterta með pistasíum

150 g smjör, lint

1 dl sykur

rifinn börkur af einni appelsínu

1 msk appelsínusafi

1 tsk vanillu extrakt

1 dl góð olía

4 egg

300 g vínber, steinhreinsuð og skorin í tvennt

150 g marsipan, skorið í 1×1 cm bita

3 dl hveiti

3 dl möndlumjöl

2 tsk lyftiduft

1/2 tsk salt

Ofan á:

1-2 msk sykur

safi úr 1/2 appelsínu

safi úr 1/2 sítrónu

1 dl pistasíur, saxaðar gróft

smá vatn

smá salt

flórsykur til að strá yfir

Hrærið í nokkrar mínútur í hrærivél: smjöri, sykri, appeslínuberki, appelsínusafa og vanillu. Bætið við olíu og eggjum (einu í einu), þá hveiti, möndlumjöli, lyftidufti og salti. Bætið loks við marsipani og vínberjum og blandið saman við með sleif eða sleikju.

Bakið við 170° í 10 mín, lækkið þá í 160° og bakið áfram í 35 mín.

Á meðan kakan bakast:

Stráið sykri á heitan pott og látið hann brúnast (ljósbrúnn) í örstutta stund, bætið við salti, vatni, appelsínu- og sítrónusafa sjóðið niður í nokkrar mínútur. Slökkvið undir, bætið við pistasíuhnetunum og hellið yfir tertuna þegar hún er nýkomin úr ofninum.

Látið kólna og sáldrið flórsykri yfir.

— VÍNBERJATERTA MEÐ PISTASÍUM —

Auglýsing