Múslí – heimagert og meiriháttar

 

Múslí - heimagert og meiriháttar musli

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi (og þess vegna meiru en gefið er upp hér að neðan).

Á hverju sumir safna ég jurtum úti í náttúrinni, þurrka þau og nota í te, krydd og fleira. Hluta af jurtunum mala ég smátt í matvinnsluvélinni og blanda saman við múslíið, einni til tveimur matskeiðum.

MÚSLÍ

2 dl. möndlur

1 1/2 dl. sólblómafræ

1 dl. valhnetur

2 msk graskersfræ

2 msk kasjúhnetur

1 dl. heslihnetur

1 msk. Goji ber

1 msk cacao nips

3 msk mulin hörfræ

2 dl. rúsínur

1/2 tsk himalyasalt

1/3 tsk natron

2 tsk. chia fræ

1 bolli All Bran – mulið

1 tsk. kanill

2 tsk fjallagrös mulin eða söxuð smátt

1/2 bolli hveitikím

1/2 bolli kókosmjöl

1 1/2 bolli gróft haframjöl

2 bollar gott múslí

Takið möndlur, sólblómafræ, valhnetur, graskersfræ, kasjúhnetur, heslihnetur, Goji ber og cacao nips, setjið matvinnsluvél og maukið. Blandið restinni af hráefnunum saman við og geymið á þurrum stað

Múslí – heimagert og meiriháttar musli haframjöl

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Niðursoðnar rauðrófur með kanil

Rauðrófur

Niðursoðnar rauðrófur með kanil. „Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi" - hluti af jólastemningu er einmitt ilmurinn úr eldhúsinu. Rauðrófur og rauðkál er hluti af undirbúningi fyrir jólin. Það er sáraeinfalt að sjóða niður rauðrófur og rauðkál 

Að sjóða hrísgrjón

Hrísgrjón

Eins og kunnugt er er mikill vandi að sjóða hrísgrjón. Var að heyra gott ráð hvernig gott er að sjóða þau - að sjálfsögðu fór ég strax og prófaði húsráðið og viti menn, þetta virkar.

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu

Sætkartöflusúpa Kristjáns og Rögnu. Sómafólkið Kristján og Ragna búa á Laugum í Reykjadal og starfa þar við Framhaldsskólann. Á ferðalagi okkar Bergþórs og tengdapabba um Norðurland buðu þau okkur til hádegisverðar, undurgóða sætkartöflusúpu og fjölbreyttar óhefðbundnar snittur. Allt þetta bragðaðist vel, alveg einstaklega vel.

SaveSave

SaveSave