
Sveskju- og döðluterta
Þegar gesti ber að garði með stuttum fyrirvara er upplagt að útbúa hrátertu. Þessi terta er afar ljúffeng og auðvelt að búa hana til, tekur innan við tíu mínútur.
Einu sinni þegar ég útbjó þessa tertu var ekki til banani, þá setti ég eina ferska peru og 1/2 bolli af frosnum jarðarberjum. Ef eitthvað þá batnar tertan við það 🙂
— HRÁTERTUR — BANANAR — SVESKJUR — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI —
.

Sveskju- og döðluterta
2 dl döðlur (leggið í bleyti ef þarf)
2 dl sveskjur
2 dl valhnetur
1 banani
2 dl kókosmjöl
safi úr 1/3 sítrónu
1/2 tsk vanillu extract – eða 1 tsk vanillusykur
1/3 tsk salt
2 msk kókosolía – fljótandi
1 msk góð matarolía
1 msk vatn
Saxið frekar smátt döðlur, sveskjur, valhnetur og banana og setjið í skál. Bætið út í kókosmjöli sítrónusafa, vanillu og salti. Blandið saman kókosolíu, matarolíu og vatni og setjið út í og hrærið vel saman. Látið í form, þjappið vel og kælið
krem
150 g gott dökkt súkkulaði
1 msk góð matarolía
Bræðið saman við lágan hita og hellið yfir kökuna.
Best finnst mér að setja kringlótt form beint á tertudisk, „deigið” ofan í og kremið á. Síðan er hún látin standa í nokkrar klukkustundir í ísskáp eða yfir nótt. Þá er heitum hníf rennt meðfram kökunni, formið tekið utan og voilà – dásamleg terta tilbúin

–
— HRÁTERTUR — BANANAR — SVESKJUR — EFTIRRÉTTIR — KAFFIMEÐLÆTI —
— SVESKJU- OG DÖÐLUTERTA. EIN SÚ ALLRA BESTA —
–