Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

 

sumardagurinn fyrsti fyrsti sumardagur hefð hafðir Gleðilegt sumar Sólskinskaka terta kaka Karamellukrem Björn Bjørn Rosenkrantz de Neergaard Bjørn Rosenkrantz de Neergaard sumarið sumardagurinn fyrsti Hulda Steinsdóttir Brimnes Fáskrúðsfjörður karamellukrem – terta sumardagsins fyrsta
Sólskinsterta – hefðin er að baka þessa tertu á sumardaginn fyrsta

Sólskinsterta – terta sumardagsins fyrsta

Sólskinstertu hefur mamma bakað á sumardaginn fyrsta í yfir hálfa öld. Heima var þessi terta var aldrei bökuð á öðrum tíma. Hún er kannski ekki sú hollasta en það er gaman að halda í hefðir og bragðgóð er hún – því get ég lofað. Hafið í huga að þetta er frekar lítil uppskrift, oftast hef ég hana tvöfalda. Stundum minnka ég smjörmagnið og nota 2-3 msk af matarolíu, þannig verður hún mýkri.

Gleðilegt sumar!

🌞

KARAMELLUKREMHULDA STEINSDSUMARDAGURINN FYRSTIKAFFIMEÐLÆTIBRAUÐTERTURHEFÐIR

🌞

Sólskinsterta
Hulda með sólskinstertuna góðu

Sólskinsterta

120 g smjör
1 dl sykur
2 egg
1 1/2 dl hveiti
1 tsk lyftiduft
1 tsk möndludropar
1/2 tsk salt.

Hrærið smjör, sykur og egg saman. Blandið þurrefnunum saman, hrærið vel saman og hellið deiginu í lítið smurt smelluform. Bakið við 180 gráður, í um 20 mín. Látið kökuna standa stutta stund áður en kreminu er hellt yfir. Berið restina af kreminu fram með kökunni.

Krem

1-2 dl rjómi
120 g sykur (rúmlega dl)
2 msk síróp
1 tsk salt
30 g smjör
1 tsk vanilla (extract)

Sjóðið rjóman, sykurinn og sírópið saman, við vægan hita, þar til blandan fer að þykkna. Hrærið smjörinu, salti og vanillu saman við og látið kremið kólna lítið eitt áður en því er smurt á kökuna.

Sólskinsterta með karamellukremi
Sólskinskaka kaffibolli
Kaffi og sólskinsterta

🌞

KARAMELLUKREMHULDA STEINSDÓTTIRSUMARDAGURINN FYRSTIKAFFIMEÐLÆTIBRAUÐTERTURHEFÐIR

— SÓLSKINSTERTA —

🌞

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kryddbrauð – Pain d’epices

Kryddbrauð

Kryddbrauð - Pain d'epices. Hunangskryddbrauð eru hreinasta dásemd. Sjálfur set ég oftast heldur meira af kryddum en gefið er upp, ætli ég mundi ekki setja um hálfa teskeið af hverju kryddi. Nótabene, ég bakaði ekki brauðið, þóra kom með það með föstudagskaffinu í vinnunni.

Að njóta matar síns á jólahlaðborði

Að njóta matar síns á jólahlaðborði. Matarsóun vesturlandabúa er geigvænleg og hlaðborðsveislur eru hættusvæði því þar hættir fólki til að raða meiru á diska sína en það munu nokkurn tíma geta hesthúsað í einu.

Veitingastaðurinn Campus í Þverholti

Campus Campus - kjúklingur og kúskús

Veitingastaðurinn Campus. Í Þverholtinu er yndislegt hádegisverðar- og kaffihús, þar sem Listaháskólinn er til húsa. Tengslin við Listaháskólann gefa skemmtilega stemningu; þegar við litum inn, var fatahönnunarsýning inn af veitingastaðnum. Sömu eigendur eru að Krydd & Tehúsinu í Þverholti nær Hlemmi, handbragðið á báðum stöðum einstaklega snyrtilegt og indælt.