Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti
Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti

Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt.  Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Lax undir krydduðu grænmeti.

800 g lax

ca hálf sæt kartafla

1-2 gulrætur

1/2 stilkur sellerý

5 hvítlauksgeirar

blaðlaukur

safi úr 1/2 sítrónu

2 msk kummin

3-4 msk góð olía

chili

kóriander að vild

salt og pipar

Roðrífið laxinn, skerið í bita og raðið í eldfast form. Rífið kartöflur og gulrætur, saxið smátt sellerý, hvítlauk og blaðlauk, setjið allt í skál ásamt sítrónusafanum og kryddinu. Blandið vel saman og látið ofan á fiskinn.

Bakið í vel heitum ofni í 15-20 mín

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.