Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti
Lax undir krydduðu grænmeti

Lax undir krydduðu grænmeti

Sítrónur eru góðar í flestum mat, tja ef ekki bara öllum. Í raun má nota það grænmeti sem er til í þennan rétt.  Þó grænmetið skipti máli skiptir kryddið í raun meira máli hér eins og annarsstaðar. Lax er feitur og góður fiskur og í miklu uppáhaldi ásamt öðrum feitum fiskum.

Lax undir krydduðu grænmeti.

800 g lax

ca hálf sæt kartafla

1-2 gulrætur

1/2 stilkur sellerý

5 hvítlauksgeirar

blaðlaukur

safi úr 1/2 sítrónu

2 msk kummin

3-4 msk góð olía

chili

kóriander að vild

salt og pipar

Roðrífið laxinn, skerið í bita og raðið í eldfast form. Rífið kartöflur og gulrætur, saxið smátt sellerý, hvítlauk og blaðlauk, setjið allt í skál ásamt sítrónusafanum og kryddinu. Blandið vel saman og látið ofan á fiskinn.

Bakið í vel heitum ofni í 15-20 mín

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hálfmánar frá ömmu

Hálfmánar frá ömmu. Höskuldur kom með hálfmána í smákökusamkeppni Íslensku lögfræðistofunnar sem hann bakaði eftir uppskrift ömmu sinnar. Það var einhver óútskýrð ömmu-hlýja sem fylgdi hverjum bita og blandan af kardimommum og kanil ásamt sveskjusultunni heillaði dómnefndina

Rabarbara- og eplabaka

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Rabarbara- og eplabaka. Endilega nýtum rabarbarann eins og við getum, það má sulta, gera grauta, baka úr honum (t.d. rabarbarapæ) og ég veit ekki hvað og hvað. Sjálfur frysti ég aldrei rabarbara, mér finnst hann vera afurð sumarsins - hann missir svolítið sjarmann eftir frystinguna.

SaveSave

SaveSaveSaveSave

Gulrótakaka

Gulrótaterta

Gulrótakaka eins og þessi hentar hvort sem er með kaffinu eða í eftirrétt. Eins og með aðrar hráfæðistertur tekur ekki langa stund að útbúa hana og hún er næstum því óbærilega góð. Það þarf ekki að leggja möndlur í bleyti en ef þið hafið tíma til að láta þær liggja í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt verða þær betri. Hingað komu nokkrir stórsöngvarar í kaffi og gúffuðu í sig tertunni með

Bananakaka með kanil

Bananakaka með kanil. Gengilbeinurnar glaðlegu Margrét og Friðrika fengu áskorun, að baka með kvöldkaffinu. Þær skiptu um skoðun tvisvar á sólarhring uns loks var ákveðið að baka bananabrauð með kanil. Ljómandi gott brauð sem verður enn betra með góðu viðbiti og jafnvel osti líka.