Auglýsing
Kanelkjúklingur kanill engifer túrmerik kjúlli góður kjúklingaréttur Norður afríka marokkó
Kanilkjúklingur

Kanilkjúklingur

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi. Uppskriftin er frá Norður-Afríku. Það mætti halda við fyrstu sýn að rétturinn sé sterkur er hann það alls ekki. Epli og tómatar eru gott mótvægi við kryddið. Og hér eru upplýsingar um góð áhrif kanils á líkamann.

KJÚKLINGURKANILL

Auglýsing

.

Kanilkjúklingur kjúklingur kanill tómatar
Kanilkjúklingur

Kanilkjúklingur

6-8 kjúklingalæri

1  grænt epli (lítið)

2 laukar

6 tómatar

4 hvítlauksgeirar

ca dl. góð olía

salt og pipar

chili

2 msk kanill

1/2 tsk engifer

1/2 tsk túrmerik

Úrbeinið kjúklingalærin, brúnið þau í olíu á pönnu og raðið í eldfast form. Fínsaxið lauk, hvítlauk og epli og bætið útí olíuna og söxuðum tómötum. Bætið við kryddinu. Steikið áfram við lágan hita og setjið yfir kjúklingalærin. Eldið í 175° heitum ofni í amk klst eða þangað til kjúklingurinn er gegnum steiktur.