Hrísgrjónasalat

Hrísgrjónasalat HRÍSGRJÓN SALAT
Hrísgrjónasalat

Hrísgrjónasalat 

Það má vel nota hrísgrjón í salat sem meðlæti með mat. Þetta salat er kjörið með kjöt- eða fiskréttum.  Hrísgrjónasalatið var borið fram með kanilkjúklingnum hér á dögunum.

.

SALÖTHRÍSGRJÓNKJÚKLINGUR

.

Hrísgrjónasalat

200 g hrísgrjón
50 g rúsínur
50 g apríkósur, þurrkaðar
1/2 rauðlaukur
3 cm engifer, rifið
1/2 tsk kóríander
1/2 tsk múskat
salt og pipar
safi úr hálfri sítrónu
5 msk góð olía
1 dl möndluflögur.

Sjóðið hrísgrjónin, skolið og setjið í skál. Saxið apríkósur og rauðlauk og bætið út í. Því næst engifer, kóriander, múskati, salt, pipar, sítrónusafa, olíu og möndluflögum.

Blandið öllu vel saman

Kanelkjúklingur

.

SALÖTHRÍSGRJÓNKJÚKLINGUR

HRÍSGRJÓNASALAT

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Borðið – veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun

Borðið - veitingastaður og sælkeraverslun. Við Ægisíðu í vesturbænum reka vinahjónin Rakel Eva og Friðrik, Martina og Jón Helgi, bjartan hverfisveitingastað og sælkeraverslun. Á virkum dögum er boðið upp á hádegis- og kvöldmat, en um helgar bröns og kvöldmat. Að auki er alltaf hægt að nálgast rjúkandi kaffibolla og nýbakað bakkelsi á Borðinu og brakandi súrdeigsbrauð.  Borðið er skemmtileg blanda af veitingahúsi, kaffihúsi og sælkeraverslun.

Skírnarkjúlli

Skírnarkjúlli. Stundum verða hinir og þessir réttir til eins og fyrri hálfgerða tilviljun, fólk notar það sem er til við hinar og þessar aðstæður. Kristín útbjó kjúklingaréttinn fyrir skírnarveislu í fjölskyldunni. Rétturinn hefur síðan verið vinsæll, enda einfaldur og góður.