Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti pistasíur hnetur sítróna hunang möndlur
Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

Pistasíukaka

Einhverju sinni hringdi Benni í mig og benti mér á köku sem inniheldur sítrónur, pistasíuhnetur og möndlur. Að sögn var hún hreint ólýsanlegt hnossgæti. Samsetningin kom mér forvitnilega fyrir sjónir svo ég stóðst ekki mátið, varð mér úti um uppskriftina og bakaði kökuna á sunnudagssíðdegi við ljúfan undirleik Rásar 1. Það er gaman að segja frá því að pistasíukakan stóð fyllilega undir þeim væntingum sem við hana voru bundnar. Volg er hún lostæti, en köld er hún líka einkar ljúffeng.

PISTASÍURBRAUÐ — HNOSSGÆTI —

Pistasíukaka

250 g mjúkt smjör

1 bolli sykur

4 egg

2 msk góð olía

1 tsk vanilla

1/2 tsk salt

börkur af einni sítrónu (fínt rifinn)

safi úr 1/2 sítrónu

4 msk hveiti

100 g möndlur

120 g pistasíur

Þeytið smjör og sykur vel og bætið eggjunum við, einu í einu. Bætið vanillu við ásamt olíu, sítrónuberki, sítrónusafa, salti, hveiti, söxuðum möndlum og pistasíum.  Setjið bökunarpappír í jólakökuform, deigið þar í og bakið í 50-60 mín. við 160°C. Látið kólna lítið eitt í forminu.

Ofan á:

1 sítróna

60 g pistasíur

70 g strásykur

smá salt

Rífið sítrónubörk gróft og kreistið safann. Skerið pistasíur í helminga. Setjið sykur og sírónusafa í pott og sjóðið þangað til það er orðið að sírópi. Bætið berkinum við og loks pistasíunum og hellið yfir kökuna.

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti Dunda Anna gunndís
Unga stúlkan sem hlær svo dátt á myndinni heitir Anna Gunndís og er oft kölluð Dunda – hún er mjög skemmtileg

Pistasíukaka – ólýsanlegt hnossgæti

.

PISTASÍURBRAUÐ

— PISTASÍUKAKA —

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla