Pestó – grunnuppskriftin

Pestó basil hvítlaukur olía Gunna Stína guðrún kristín einarsdóttir grænt
Gunna Stína

Pestó, pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum – ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er „réttust”. Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.

— GUNNA STÍNAPESTÓ

.

Pestó

2 bollar basil (vel troðið í bollana)

3-4 hvítlauksrif

1/2 b rifinn Parmesan ostur

1/2 b extra virgin ólífuolía (eða rúmlega það)

1/3 b furuhnetur

smá salt og pipar

Skolið basil vel, setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

pesto
Það er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa pestó

.

— PESTÓ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt”, hárrétt steikt ?

Hvenær er nautakjötið „rétt steikt", hárrétt steikt? Það reynist mörgum erfitt að átta sig á hvenær nautasteikin er „hárrétt" elduð. Það er að segja elduð þannig sem við viljum (eða þeir sem hana borða). Hér er ágætis þumalputtaregla

Bláberja- og sérrýterta

DowntonAbbeyBlaberjaterta

Bláberja- og sérrýterta - Downton Abbey. Frá fyrsta þætti hef ég fylgst vandlega með öllu sem viðkemur mat í Downton Abbey þáttunum. Sérrýterta sem minnir á Maggie Smith en sú gamla drekkur jú daglega sérrýið sitt og er langoftast klædd einhverju fjólubláu.

Bubba og Daddý halda matarboð

Vinkonurnar Hólmfríður og Dagbjört, betur þekktar sem Bubba og Daddý, buðu nokkrum góðum vinum sínum í mat á dögunum. Þær dömurnar kunna að njóta lífsins og bjóða oft til veislu með stuttum fyrirvara. Matseðilinn samanstóð af rækjukoktel, kálfasnitsel með ýmsu góðgæti og Pavlóvu.

Tarte à la rhubarbe

Tarte à la rhubarbe. Til fjölda ára rak ég safn um franska sjómenn sem stunduðu sjóinn við Ísland í yfir þrjár aldir. Samhliða safninu var vinsælt sumarkaffihús. Alla daga í á annan áratug bakaði ég rabarbarapæ og borðaði amk tvær sneiðar á dag. Satt best að segja var ég orðinn svo þreyttur á að skrifa uppskriftina fyrir gesti að hún var gefin út á póskorti, bæði á íslensku og á frönsku. Þið megið gjarnan deila þessari uppskrift með frönskum, eða frönskumælandi vinum ykkar. Rabarbari er líka vinsæll í Frakklandi

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla