Auglýsing
Pestó basil hvítlaukur olía Gunna Stína guðrún kristín einarsdóttir grænt
Gunna Stína

Pestó, pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum – ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er „réttust”. Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.

— GUNNA STÍNAPESTÓ

.

Pestó

2 bollar basil (vel troðið í bollana)

3-4 hvítlauksrif

1/2 b rifinn Parmesan ostur

1/2 b extra virgin ólífuolía (eða rúmlega það)

1/3 b furuhnetur

smá salt og pipar

Skolið basil vel, setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

pesto
Það er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa pestó

.

— PESTÓ —

.

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Þetta pestó er snilld.
    Ég setti basil,grænkál og spínat og svo átti ég bara kasjú hnetur og það var dásamlegt!
    Takk elsku Albert

Comments are closed.