Pestó – grunnuppskriftin

Pestó basil hvítlaukur olía Gunna Stína guðrún kristín einarsdóttir grænt
Gunna Stína

Pestó, pestó

Það er mikill munur á heimagerðu pestói og því sem fæst í matvörubúðum – ætli megi ekki segja að það sé himinn og haf á milli. Til eru fjölmargar útgáfur af pestói og engin ein sem er „réttust”. Pestó er einstaklega gott með kexi, brauði og ostum. Eins og með arfapestóið má setja sólblómafræ með furuhnetunum til helminga. Hef séð nokkrar uppskriftir þar sem valhnetur eru notaðar.

— GUNNA STÍNAPESTÓ

.

Pestó

2 bollar basil (vel troðið í bollana)

3-4 hvítlauksrif

1/2 b rifinn Parmesan ostur

1/2 b extra virgin ólífuolía (eða rúmlega það)

1/3 b furuhnetur

smá salt og pipar

Skolið basil vel, setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.

pesto
Það er bæði einfalt og fljótlegt að útbúa pestó

.

— PESTÓ —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka. Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum - en ég var með tertuást á Birnu.... (og mörgum fleiri konum).

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar

veitinga-og-kaffihus

Sex mest skoðuðu veitinga- og kaffihúsafærslurnar. Við höfum okkur til mikillar ánægju skrifað um nokkur veitinga- og kaffihús sem við höfum farið á síðustu mánuði. Hér eru þær umfjallanir sem mest hafa verið skoðaðar.

Fyrri færsla
Næsta færsla