Auglýsing
Grískur kjúklingur grikkland feta miðjarðarhafið ólífur kjúlli góður kjúklingaréttur oreganó
Grískur kjúklingaréttur

Grískur kjúklingaréttur

Alltaf er nú skemmtilegt að prófa rétti frá öðrum löndum. Eins og sjá má í uppskriftinni eiga að vera kjúklingabaunir en því miður gleymdi ég að kaupa þær, þess vegna sjást engar baunir á myndunum. Fetaostinn fékk ég í Tyrkneskum basar í Síðumúlanum. Og í upphaflegur uppskriftinni er tekið fram að það eigi að nota 12 ólífur….

GRIKKLAND

.

Grískur kjúklingaréttur

8 kjúklingalæri

1 1/2 laukur

4 hvítlauksrif

1/2 gul paprika

1/2 rauð paprika

1 dl góð olía

salt og pipar

1 msk oregano

6 tómatar

500 g kartöflur (ósoðnar)

1 ds kjúklingabaunir

ólífur

ca 100 g feta ostur

Úrbeinið kjúklingalærin og steikið þau í hluta olíunnar – raðið í eldfast form. Bætið við restinni af olíunni, saxið lauk og hvítlauk og steikið. Skerið paprikuna í strimla og steikið með. Bætið við salti, pipar og oreganó. Saxið tómatana gróft og bætið þeim við ásamt kjúklingabaunum (ekki safanum). Afhýðið kartöflurnar, skerið þær í bita og bætið saman við. Blandið saman og hellið yfir kjúklinginn. Eldið í 175° heitum ofni í um 45 mín. eða þangað til kjúklingurinn er gegnum steiktur. Brytjið fetaost yfir áður en rétturinn er borinn á borð.

Grískur kjúklingaréttur
Grískur kjúklingaréttur

GRIKKLAND

.

Auglýsing

2 athugasemdir

  1. Ummm, girnilegt,- fetaosturinn hjá Tyrkneskum basar er líka bara himneskur 😉

Comments are closed.