Rolo ostaterta

Rolo ostaterta Sólveig Eiríksdóttir kolbrún karlsdóttir gígja sólveig guðný steinunn Rolo ostaterta guðný steinunn maría guðjónsdóttir kaka bella í bæ bergljót snorradóttir
Rolo ostaterta

Rolo ostaterta

Í stórafmæli Bellu á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný Steinunn útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

— NESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — ROLOGUÐNÝ STEINUNN

.

Rolo ostaterta

Botn:

130 g makkarónukökur

100 g brætt smjör

smá salt

Millilag:

300 g rjómaostur

100 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

5 dl  rjómi – þeyttur

Ofan á:

150 g sýrður rjómi

3 pk Rolo

Botn: Setjið smjörpappír í botn á smellubotni. Myljið makkarónur í skál, stráið salti yfir og hellið smjörinu yfir, blandið saman og setjið í formið – þjappið lítið eitt

Millilag: Hrærið rjómaost, vanillu og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma saman við. Hellið blöndunni ofan á makkarónublönduna og sléttið vel

Ofan á: Bræðið sýrðan rjóma og Rolo saman í vatnsbaði við lágan hita. Hellið yfir ostablönduna. Frystið

Berið kökuna fram hálffrosna.

Tertuna má bera fram eina sér með berjum eða berjasósu (forsin ber sett í matvinnsluvél).

Rolo ostaterta Sólveig Eiríksdóttir kolbrún karlsdóttir gígja sólveig guðný steinunn
Sólveig, Kolbrún, Gígja og Guðný Steinunn.

.

— NESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — ROLOGUÐNÝ STEINUNN

— ROLO OSTATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.

Fyrri færsla
Næsta færsla