Rolo ostaterta

Rolo ostaterta Sólveig Eiríksdóttir kolbrún karlsdóttir gígja sólveig guðný steinunn Rolo ostaterta guðný steinunn maría guðjónsdóttir kaka bella í bæ bergljót snorradóttir
Rolo ostaterta

Rolo ostaterta

Í stórafmæli Bellu á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný Steinunn útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.

— NESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — ROLOGUÐNÝ STEINUNN

.

Rolo ostaterta

Botn:

130 g makkarónukökur

100 g brætt smjör

smá salt

Millilag:

300 g rjómaostur

100 g flórsykur

1 tsk vanilludropar

5 dl  rjómi – þeyttur

Ofan á:

150 g sýrður rjómi

3 pk Rolo

Botn: Setjið smjörpappír í botn á smellubotni. Myljið makkarónur í skál, stráið salti yfir og hellið smjörinu yfir, blandið saman og setjið í formið – þjappið lítið eitt

Millilag: Hrærið rjómaost, vanillu og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma saman við. Hellið blöndunni ofan á makkarónublönduna og sléttið vel

Ofan á: Bræðið sýrðan rjóma og Rolo saman í vatnsbaði við lágan hita. Hellið yfir ostablönduna. Frystið

Berið kökuna fram hálffrosna.

Tertuna má bera fram eina sér með berjum eða berjasósu (forsin ber sett í matvinnsluvél).

Rolo ostaterta Sólveig Eiríksdóttir kolbrún karlsdóttir gígja sólveig guðný steinunn
Sólveig, Kolbrún, Gígja og Guðný Steinunn.

.

— NESKAUPSTAÐURMARÍA GUÐJÓNS — ROLOGUÐNÝ STEINUNN

— ROLO OSTATERTA —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bolludagsbollur – vatnsdeigsbollur

 

 

 

Vatnsdeigsbollur.Tvær ólíkar fyllingar í vatnsdeigsbollur. Kannski hljómar framandi að blanda saman rjóma, kókosbollum og brómberjum en trúið mér; útkoman er stórfín. Í hinum bollunum er Royal búðingi blandað saman við rjóma sem er hafður á milli ásamt hráu marsipani og bláberjasultu.

Hvernig breytum við um lífsstíl? Fyrirlestur í Stykkishólmi í kvöld kl 8

HVERNIG BREYTUM VIÐ UM LÍFSSTÍL? Albert Eiríksson matgæðingur og Beta Reynis næringarfræðingur ætla að leiða saman hesta sína og miðla reynslu vetrarins. Albert hefur leitað ráða hjá Betu og bloggað um það á síðu sinni alberteldar.com Áhugaverðar skoðanir hvernig við breytum lífsstíl og af hverju er það nauðsynlegt. Hvernig hægt er að gera það án þess að fara í öfgafullar aðgerðir.
Hótel Fransiskus í Stykkishólmi í kvöld, þriðjudaginn 10. apríl kl 20. 

SaveSave

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla