Rolo ostaterta
Í stórafmæli Bellu á dögunum voru allmargir gestir beðnir að koma með kökur og annað meðlæti með kaffinu. Veitingarnar voru síðan settar á stórt hlaðborð. Ein af þeim tertum sem stóðu uppúr var hálffrosin Rolo ostaterta sem Guðný Steinunn útbjó eftir uppskrift frá Maríu systur sinni. María símaði til mín uppskriftina frá Neskaupstað. Þessi uppskrift birtist fyrst í Gestgjafanum en er hér lítillega breytt.
— NESKAUPSTAÐUR — MARÍA GUÐJÓNS — ROLO — GUÐNÝ STEINUNN —
.
Rolo ostaterta
Botn:
130 g makkarónukökur
100 g brætt smjör
smá salt
Millilag:
300 g rjómaostur
100 g flórsykur
1 tsk vanilludropar
5 dl rjómi – þeyttur
Ofan á:
150 g sýrður rjómi
3 pk Rolo
Botn: Setjið smjörpappír í botn á smellubotni. Myljið makkarónur í skál, stráið salti yfir og hellið smjörinu yfir, blandið saman og setjið í formið – þjappið lítið eitt
Millilag: Hrærið rjómaost, vanillu og flórsykur saman. Blandið þeyttum rjóma saman við. Hellið blöndunni ofan á makkarónublönduna og sléttið vel
Ofan á: Bræðið sýrðan rjóma og Rolo saman í vatnsbaði við lágan hita. Hellið yfir ostablönduna. Frystið
Berið kökuna fram hálffrosna.
Tertuna má bera fram eina sér með berjum eða berjasósu (forsin ber sett í matvinnsluvél).
.
— NESKAUPSTAÐUR — MARÍA GUÐJÓNS — ROLO — GUÐNÝ STEINUNN —
.