Auglýsing
Heit súkkulaðiterta Kristján Ragna Laugar Hugrún Kristjánsdóttir reykjadalur raufarhöfn súkkulaði kaffimeðlæti súkkulaðikaka terta kaka
Hugrún með heita súkkulaðitertu

Heit súkkulaðiterta

Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

KRISTJÁN OG RAGNASÚKKULAÐITERTUR

Auglýsing

.

Heit súkkulaðiterta

4 egg og 2 dl. sykur er þeytt vel saman.

200 g smör og 300 g gott dökkt súkkulaði er brætt saman í potti. Síðan er það kælt aðeins og hellt saman við eggjahræruna hér að ofan .

2,5 dl. hveiti og 1 tsk. lyftiduft er hrært rólega saman við.

Bakið í eldföstu formi í 15 mín. við 200°c.
Kakan á að vera hrá í miðjunni (þ.e.a.s lin eins og súkkulaði)

Það er heimasætan Hugrún sem heldur á restinni af súkkulaðitertunni á myndinni.

.

.

KRISTJÁN OG RAGNASÚKKULAÐITERTUR

HEIT SÚKKULAÐIKAKA

.