Heit súkkulaðiterta

Heit súkkulaðiterta Kristján Ragna Laugar Hugrún Kristjánsdóttir reykjadalur raufarhöfn súkkulaði kaffimeðlæti súkkulaðikaka terta kaka
Hugrún með heita súkkulaðitertu

Heit súkkulaðiterta

Heiðurshjónin Kristján og Ragna buðu uppá ljúffenga heita súkkulaðitertu, hún var borin fram með rjómaís og ferskum ávöxtum. Tertan var svo bragðgóð (eða gestirnir gráðugir) að það fórst fyrir að taka mynd af henni áður en við byrjuðum að borða

KRISTJÁN OG RAGNASÚKKULAÐITERTUR

.

Heit súkkulaðiterta

4 egg og 2 dl. sykur er þeytt vel saman.

200 g smör og 300 g gott dökkt súkkulaði er brætt saman í potti. Síðan er það kælt aðeins og hellt saman við eggjahræruna hér að ofan .

2,5 dl. hveiti og 1 tsk. lyftiduft er hrært rólega saman við.

Bakið í eldföstu formi í 15 mín. við 200°c.
Kakan á að vera hrá í miðjunni (þ.e.a.s lin eins og súkkulaði)

Það er heimasætan Hugrún sem heldur á restinni af súkkulaðitertunni á myndinni.

.

.

KRISTJÁN OG RAGNASÚKKULAÐITERTUR

HEIT SÚKKULAÐIKAKA

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Tabúle eða tabbouleh – Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat

Tabúle eða tabbouleh - Norður-Afrískt búlgusalat. Kristín Jónsdóttir Parísardama bauð í pikknikk í París fyrr í sumar. Auk laukbökunar kom hún með búlgusalat, undurgott salat frá Norður-Afríku. Hún segir að uppskriftirnar séu eiginlega jafnmargar og héruðin og jafnvel fleiri, því hver hefur sitt lag og sinn smekk. Uppistaðan eru búlgur eða kúskús. „Í líbanska afbrigðinu sem ég geri nánast alltaf, eru hlutföllin þannig að salatið er mjög grænt. Minna af búlgum og meira af steinselju og myntu. Mælt er með að nota flatlaufa steinselju, því sú krullaða er beiskari.

SaveSave

SaveSave

SaveSave