Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum súpa rauðrófur
Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni…. En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

1/2 laukur

3 msk góð matarolía

1/2 rauðrófa

1/3 sæt kartafla

2 cm engifer

2-3 hvítlauksrif

1 msk cummin

1 msk kóriander

1 tsk timían

grænmetiskraftur

vatn

Saxið lauk og steikið í olíunni. Brytjið gróft róðrófur, sætar kartöflur og látið út í ásamt engifer, hvítlauk, cummini, kóriander, timiani, grænmetiskrafti og vatni, svo rétt fljóti yfir.

Sjóðið í 35-40 mín. Maukið

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaterta – bærilega góð hráterta

Bláberjaterta - bærilega góð hráterta. Er eitthvað ferskara, hollara og sumarlegra en góð hráterta með kaffinu? Fyrst þegar ég útbjó þessa tertu var ég með frosin bláber, það gekk ekki alveg nógu vel því kókosolían harnar þegar nú blandast saman við frosin berin. Best er að nota fersk ber. Það er eins með þessa tertu eins og allar hrátertur sem ég hef smakkað: Betri daginn eftir. Hugsum um heilsuna, hún er verðmæt „Berum ábyrgð á eigin heilsu" er slagorð Heilsustofnunar Náttúrulækningafélagsins, gerum þau slagorð að okkar og byrjum núna strax.

SaveSave

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði

Matarboð, fyrirlestur og fjör í Grundarfirði. Nýlokið er í Grundarfirði tíu daga bæjarbúahátið sem kallast Rökkurdagar, þá gera Grundfirðingar sér glaðan dag. Það kemur víst engum á óvart að harðduglegar kvenfélagskonur í bænum láta sitt ekki eftir liggja núna frekar en oft áður. Samfélagsábyrgð þeirra og ástundun er til fyrirmyndar. Síðasta vetur vorum við Bergþór með fyrirlestur hjá þeim um borðsiði, kurteisi og fleira skemmtilegt og núna fórum við Elísabet næringarfræðingurinn minn vestur og spjölluðum við konurnar í Samkomuhúsinu um mat, mikil áhrif matar á líkamann og margt fleira þessu tengt. Einstaklega líflegar umræður sköpuðust og margt bar á góma allt frá megrunarkaramellum til orkudrykkja