Auglýsing
Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum súpa rauðrófur
Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni…. En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

1/2 laukur

3 msk góð matarolía

1/2 rauðrófa

1/3 sæt kartafla

2 cm engifer

2-3 hvítlauksrif

1 msk cummin

1 msk kóriander

1 tsk timían

grænmetiskraftur

vatn

Saxið lauk og steikið í olíunni. Brytjið gróft róðrófur, sætar kartöflur og látið út í ásamt engifer, hvítlauk, cummini, kóriander, timiani, grænmetiskrafti og vatni, svo rétt fljóti yfir.

Sjóðið í 35-40 mín. Maukið

Auglýsing

1 athugasemd

  1. Hæ Albert, Frábært! Geri oft súpu úr sætum kartöfflum og butternut scuash ( veit ekki íslendka orðið 🙂 lauk og hvítlauk og mauka saman, kallað Latabæjar súpa á mínu heimili til að koma vítamínunum í kroppinn á litlum ormum 🙂 hef aldrei getað borðað ora rauðrófur en elska ferskar rauðrófur matreiddar á ýmsa vegu eða bara kreistar í djúsvél:-) Þessi súpa verður elduð við fyrsta tækifæri 🙂 takk fyrir hugmyndina
    Kveðja úlla

Comments are closed.