Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum súpa rauðrófur
Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

Mikið óskaplega eru rauðrófur góðar. Í gamla daga lét maður þessar niðursoðnu frá Ora sér vel líka á jólunum, að vísu sauð móðir mín stundum niður rauðrófur fyrir jólin ef við systkinin (aðallega ég) suðuðum í henni…. En nú er öldin önnur, hægt að fá rauðrófur allan ársins hring og þær eru ekki aðeins látnar á borðið niðursoðnar eins og var. Eflaust er gott að setja eins og eina matskeið af sýrðum rjóma á hvern súpudisk.

Súpa með sætum kartöflum og rauðrófum

1/2 laukur

3 msk góð matarolía

1/2 rauðrófa

1/3 sæt kartafla

2 cm engifer

2-3 hvítlauksrif

1 msk cummin

1 msk kóriander

1 tsk timían

grænmetiskraftur

vatn

Saxið lauk og steikið í olíunni. Brytjið gróft róðrófur, sætar kartöflur og látið út í ásamt engifer, hvítlauk, cummini, kóriander, timiani, grænmetiskrafti og vatni, svo rétt fljóti yfir.

Sjóðið í 35-40 mín. Maukið

Auglýsing

Meira úr sama flokki