Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum

Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum hafrar hentur

Brauð með tröllahöfrum og heslihnetum. Það er þægilegt að baka brauð sem eru með matarsóda eða lyftidufti, þannig brauð eru kjörin fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í bakstrinum.

Brauð með heslihnetum og tröllahöfrum

2 dl tröllahafrar

3 dl heilhveiti

2 dl hveiti

1 dl hörfræ, mulin

1 dl rúsínur

1 dl saxaðar heslihnetur

2 tsk matarsóti

1 tsk salt

3 dl hrein jógúrt

2 dl soyamjólk

1/2 dl fljótandi hunang

Hitið ofninn í 190°. Blandið þurrefnunum saman í skál og hrærið jógúrti og hunangi saman við. Bakið í jólakökuformi, íklæddu bökunarpappír, í 50-60 mínútur.
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bláberjaostaterta

Screen Shot 2014-05-20 at 15.09.41

 Bláberjaostaterta. Kjörin terta með sunnudagskaffinu. Nú skulum við taka höndum saman og minnka enn frekar sykur í öllum mat, ekki síst í tertum (já og sniðganga dísætan mat of fleira þess háttar í búðum). Ef eitthvað er þá bragðast matur betur með minni sykri, munið að við erum ábyrg á eigin heilsu.