Karrýsteikt hvítkál

Karrýsteikt hvítkál karrý

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var “hrásalat” Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.

Karrýsteikt hvítkál

1 laukur

2-3 hvítlauksrif

2 tsk karrý

4 msk góð matarolía

1/4 af hvítkálshöfuði – saxað gróft

1/2 tsk salt

150 g sæt kartafla – í bitum

chili

5 msk vatn

Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíu ásamt karrýi. Bætið út í sætum kartöflum, hvítkáli, chili og veltið á pönnunni í smá stund.  Bætið vatni við og sjóðið við vægan hita í um 15 mín.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel

Bráðskemmtilegt matarboð í Brussel. Það var vor í lofti í Brussel um páskana, gróðurinn farinn að lifna við, fuglarnir í óða önn að undirbúa hreiðrin með tilheyrandi kórsöng og brúnin létt á mannfólkinu mót hækkandi sól.

Þórunn Björnsdóttir og Helga Jónsdóttir búa og starfa í Brussel. Þær eru höfðingjar heim að sækja, glaðværð og glæsileiki haldast í hendur hjá þeim. Ég gaukaði því að Þórunni hvort hún vildi útbúa eins og einn rétt fyrir bloggið - úr varð þetta bráðskemmtilega matarboð þar sem hver rétturinn var öðrum betri.

Gulrótaterta – þessi getur bara ekki klikkað

Gulrótaterta

Gulrótaterta. Aldrei þreytist ég á að dásama hrátertur og annað hráfæði. Svei mér þá, ég held þær geti bara ekki klikkað. Ef þið hafið ekki nú þegar bragðað hrátertur skuluð þið drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða. Nú ef þið hafið bragðað hrátertu skuluð þið samt sem áður drífa ykkur í eldhúsið og útbúa eina góða :)