Auglýsing

Karrýsteikt hvítkál karrý

Karrýsteikt hvítkál. Hver man ekki eftir kjötfarsi innpökkuðu í hvítkál? já eða mæjóneslöðrandi hvítkáli með örlitlu af niðursoðnum ávöxtum sem kallað var “hrásalat” Nú er öldin önnur. Það er komið nýtt hvítkál í búðir. Það er kjörið að steikja hvítkál og nota sem meðlæti. Gufusoðið og hrátt hvítkál lækkar kólesteról og getur getur komið í veg fyrir krabbamein í blöðru, ristli og blöðruhálskirtli. Hvítkál inniheldur mikið af K- og C- vítamínum.

Karrýsteikt hvítkál

1 laukur

2-3 hvítlauksrif

2 tsk karrý

4 msk góð matarolía

1/4 af hvítkálshöfuði – saxað gróft

1/2 tsk salt

150 g sæt kartafla – í bitum

chili

5 msk vatn

Saxið lauk og hvítlauk og steikið í olíu ásamt karrýi. Bætið út í sætum kartöflum, hvítkáli, chili og veltið á pönnunni í smá stund.  Bætið vatni við og sjóðið við vægan hita í um 15 mín.

Auglýsing