Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng

Sáraeinföld eplakaka sem ekki þarf að baka Eplaterta eplakaka fljótlegt óbökuð kaffimeðlæti Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng rifin epli
Sáraeinföld eplakaka sem ekki þarf að baka

Eplaterta á 5 mín

Ef gesti ber að garði með stuttum fyrirvara að upplagt að útbúa þessa tertu. Hún er safarík, bragðgóð og bara mjög ljúffeng. Sjálfum finnst mér best að útbúa kökuna stuttu áður en hún er borðuð, það er gott að hafa makkarónukökurnar aðeins stökkar.

EPLATERTUREPLITERTUR

.

Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng
Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng

Eplaterta á 5 mín

4 epli

safi úr einni sítrónu

ca 200 g makkarónukökur (uþb 2/3 úr poka)

1/4 l rjómi

1 lítil dós KEA vanilluskyr

smá vanilla

Rífið eplin í skál og kreystið sítrónusafann yfir. Myljið makkarónukökurnar frekar gróft og blandið saman við. Setjið form – þjappið laust. Þeytið rjómann, bætið skyrinu og vanillunni saman við og setjið yfir eplin. Dreifið út með sleikju og stráið í lokin kakói yfir.

  • Til tilbreytingar má nota Gríska jógúrt í staðinn fyrir vanilluskyr og blanda ferskum jarðarberjum saman við (sjá mynd hér að neðan)
Eplaterta, eplakaka – bara mjög ljúffeng grísk jógúrt
Smá kaffiboð

EPLATERTUREPLITERTUR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Hafrakex Ingveldar G.

Hafrakex Ingveldar G. DSC01720Súkkulaðimúslíhafrakex DSC01750

Hafrakex Ingveldar G. Á meðan Ingveldur G. Ólafsdóttir eldaði fyrir nemendur og kennara í Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans gerði ég mér stundum erindi í eldhúsið til hennar til að smakka á hinu og þessu sem hún var að matbúa. Einn daginn var eldhússbekkurinn undirlagður af hafrakexi. Eins og við var að búast var auðsótt að fá uppskriftina.

Vegan Brownies

Vegan Brownies. Í listamannaíbúðinni á Skriðuklaustri hittum við Evu Halldóru, Þorvald og Hallveigu sem þar dvelja og sinna listinni af mikilli ástríðu. Í veðurblíðunni á Austurlandi í sumar eru þau búin að afreka fjölmargt og skoða sig um. Í þessum brownies eru hvorki egg né mjólkurvörur.

Erum við að éta okkur í gröfina?

Heilsubók Jóhönnu

Erum við að éta okkur í gröfina?

„Íslendingar teljast nú til feitustu þjóða í heimi. Hér sem annars staðar í heiminum fer sykursýki eins og logi yfir akur. Við erum raunverulega að éta okkur í gröfina - fyrir aldur fram.“.....

Kaffiveisla hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar

 Kaffiveisla hjá Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar. Víða eru líknarfélög og hópar sem vinna að góðum málefnum án þess að mikið fari fyrir þeim. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar var stofnuð til þess að standa að prýði Dómkirkjunnar og vinna að líknarmálum. Þær halda aðventukvöld farið í sumarferðalag auk reglulegra félagsfunda. Kirkjunefndin stóð fyrir ýmsum lagfæringum í tilefni 220 ára afmælisDómkirkjunnar árið 2016. Formaður er Jóna Matthildur Jónsdóttir. Hún hafði samband og bað okkur Bergþór að koma á fund í safnaðarheimili kirkjunnar og tala um borðsiði, kurteisi og fleira slíkt. Úr urðu hinar líflegustu umræður. Við byrjum á að að njóta veitinga hjá þeim dömum, fjölmargar tertur og annað góðgæti beið okkar sem þær útbjuggu af mikilli natni og kærleik. Í lokin voru sungin tvö lög.

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur

Ristaðar kryddaðar hunangshnetur. Margir eru hrifnir af því að taka með eitthvað matarkyns til vina sinna. Það er gráupplagt að taka með ristaðar hnetur, svo er líka gaman að eiga þær til að maula á. Hneturnar eru hollar og cayenne já og hunang líka ;) í staðinn fyrir pekanhnetur má nota möndlur