Kjúklingabringur í teryaki sósu

Kjúklingabringur í teryaki sósa helga þórhildur Helga þorleifsdóttir kolfreyjustaður
Kjúklingabringur í teryaki sósu

Kjúklingabringur í teryaki sósu

Helga bauð okkur í mat á leiðinni heim af Frönskum dögum. Þessi réttur er afar einfaldur og mjög góður.

ÞÓRHILDUR HELGA — KJÚKLINGUR — KOLFREYJUSTAÐUR — FRANSKIR DAGAR

.

Kjúklingabringur í teryaki sósu

6 kjúklingabringur

1 flaska teryaki sósa

Setjið kjúklingabringur í eldfast mót og hellið teryaki sósu yfir og allt um kring. Gott að gera þetta 2 klt. fyrir eldun.

Eldið í um 45 mín. í 180°heitum ofni

Kjúklingurinn var borinn fram með hvítlaukskartöflum, spínati, ristuðum kókosflögum og furuhnetum og hvítlaukssósu. Allt mjög gott

Verði ykkur að góðu

Kolfreyja Sól

ÞÓRHILDUR HELGA — KJÚKLINGUR — KOLFREYJUSTAÐUR — FRANSKIR DAGAR

— KJÚKLINGUR Í TERYAKISÓSU —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Skálað eftir skemmtilegan vetur með Betu næringarfræðingi

Frá því í haust hef ég hitt Elísabetu Reynisdóttur næringarfræðing reglulega. Hún hefur skoðað mataræði mitt og saman gerðum við ýmsar matartengdar tilraunir með góðum árangri. Matardagbókin var byrjunin, síðan birtist hér samantekt. Það leið ekki á löngu þangað til við vorum fengin til að halda fyrirlestra og segja frá. Eftir marga fyrirlestra um allt land þá var sá síðasti í vetur í Reykjavík í kvöld. Njótum sumarsins, grillum, borðum meira grænmeti og njótum lífsins. Takk fyrir okkur og við sjáumst hress í fyrirlestrum næsta vetur.

Kókoshnetusmjörterta

terta

Kókoshnetusmjörterta. Þeir sem segjast ekki hafa tíma til að baka ættu að snúa sér að hrátertunum. Fyrir utan hversu hollar þær eru þá bragðast þær betur en hinar, það er auðveldara að útbúa þær og svo held ég að þær geti bara ekki misheppnast. Þegar ég smakkaði þessa tertu fyrst minnti hún mig svolítið á Snickersið gamla góða nema auðvitað að tertan er enn betri.