Kúrbítsbrauð með súkkulaði

Kúrbítsbrauð kúrbítur hörfræ súkkulaði

Kúrbítsbrauð. Af óskiljanlegum ástæðum klárast mjög oft súkkulaðið á þessu heimili…. Allavega var ekki til nema lítill biti af súkkulaði þegar brauðið var bakað. En engu að síður er það gott og jafn vel enn betra daginn eftir

Kúrbítsbrauð

3 msk möluð hörfræ

1 dl heitt vatn

2/3 b sykur

1 dl eplamús

1 dl góð olía

1 tsk vanilla

1 kúrbítur – rifinn

1 b hveiti

1/2  b heilhveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsóti

1 tsk kanill

1 múskat

1/2 tsk salt

1 dl rúsínur

1 dl súkkulaði

Malið hörfræin og setjið í skál, hellið heitu vatni yfir og hrærið saman. Bætið því næst sykri, olíu, eplámús og vanillu saman við ásamt kúrbít og blandið vel saman.

Bætið út í þurrefnunum og blandið vel saman með sleif. Bakið í jólakökuformi á 175°í 55 mín.

e.s. er ekki frá því að brauðið hafi bragðast betur daginn eftir

Auglýsing

Meira úr sama flokki