Auglýsing

Kúrbítsbrauð kúrbítur hörfræ súkkulaði

Kúrbítsbrauð. Af óskiljanlegum ástæðum klárast mjög oft súkkulaðið á þessu heimili…. Allavega var ekki til nema lítill biti af súkkulaði þegar brauðið var bakað. En engu að síður er það gott og jafn vel enn betra daginn eftir

Auglýsing

Kúrbítsbrauð

3 msk möluð hörfræ

1 dl heitt vatn

2/3 b sykur

1 dl eplamús

1 dl góð olía

1 tsk vanilla

1 kúrbítur – rifinn

1 b hveiti

1/2  b heilhveiti

1 tsk lyftiduft

1/2 tsk matarsóti

1 tsk kanill

1 múskat

1/2 tsk salt

1 dl rúsínur

1 dl súkkulaði

Malið hörfræin og setjið í skál, hellið heitu vatni yfir og hrærið saman. Bætið því næst sykri, olíu, eplámús og vanillu saman við ásamt kúrbít og blandið vel saman.

Bætið út í þurrefnunum og blandið vel saman með sleif. Bakið í jólakökuformi á 175°í 55 mín.

e.s. er ekki frá því að brauðið hafi bragðast betur daginn eftir

2 athugasemdir

  1. Sæll frændi,
    líst vel á þessa. Við ræktum okkar eigin kúrbít hér í útjaðri Vínarborgar og ég er alltaf að leita að nýjum uppskriftum! Uppskeran er nefnilega svo góð að við gætum borðað kúrbít í öll mál 🙂 En èg sem sagt sé ekki í fljótu bragði hversu mikið af kúrbít á að vera í uppskriftinni? Gleymdist það nokkuð?
    Kv. Helga

Comments are closed.