Hvítlaukskartöflur Helgu

Hvítlaukskartöflur Helgu þórhildur Helga kolfreyjustaður Fáskrúðsfjörður helga þorleifs
Kjúklingur og hvítlaukskartöflur

Hvítlaukskartöflur Helgu

Sú var tíð að fólk sem var hrifið af hvítlauk angaði heilu dagana eftir hvítlauksát. En nú borðar fjölmargir hvítlauk daglega og allir löngu hættir að kvarta yfir lyktinni.

Stundum missi ég mig alveg, það gerðist á dögunum þegar Helga bauð okkur heim í Teryaki-kjúkling með hvítlaukskartöflum, ristuðum furuhnetum, ristuðum kókosflögum og kaldri hvítlaukssósu. Kartöflur með extra miklum hvítlauk eru óhemju góðar.

— KARTÖFLURKJÚKLINGUR — KOLFREYJUSTAÐURÞÓRHILDUR HELGA 

.

Hvítlaukskartöflur Helgu

6-8 stórar kartöflur

2 hvítlaukar

slatti af ólífuolíu (ca 1 dl)

maldonsalt

Skerið kartöflur í teninga, báta eða það lag sem hverjum hentar. Afhýðið hvítlauk, skerið í bita og blandað saman við karftöflurnar, setjið í ofnskúffu, hellið ólífuolíu yfir og loks maldonsalt. Skellið ofnskúffunni í 180° heitan ofninn og bakið rólega í ca klst.

Prófaði þennan kartöflurétt þegar við komum heim, notaði svolítið af sætum kartöflum sem ég skar smátt niður. Líka gott 😉

.

Hvítlaukskartöflur Helgu

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði – verðlaunasmákökur

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði

Kókosdraumur með hvítu súkkulaði. Núna vorum við að koma frá því að dæma hina árlega smákökusamkeppni starfsfólks Íslensku lögfræðistofunnar. Í fyrra var það Eggert sem sigraði með Appelsínunibbum og árið þar áður urðu Appelsínublúndur Svanvhítar Yrsu í fyrsta sæti. Þar er gríðarlegur metnaður og góðlátleg samkeppni meðal starfsfólksins. Fyrir utan að keppa í bestu smákökunni voru einnig veitt verðlaun fyrir fallegustu framsetninguna.

Við Bergþór fáum árlega með okkur gestadómara og í ár var það söngkonan hugprúða Jóhanna Vigdís Arnardóttir sem dæmdi með okkur.