Ekki segja þetta við ein­hleypa – óþarfa ráð og óumbeðin

Ekki segja þetta við ein­hleypa

Stund­um get­ur verið óþolandi að vera eini ein­stak­ling­ur­inn í vina­hópn­um sem er ekki á föstu. Fólk þarf ekki að vera í sam­bandi til að vera ham­ingju­samt og það þarf alls ekki að láta fólk í sam­bandi segja sér hvernig það á að vera ham­ingju­samt eða hvernig það á að ná sér í maka eins og farið er vel yfir á vef Women’s Health, greinin birtist á vef MBL.IS

BORÐSIÐIR/KURTEISI

.

„Þú þarft að elska þig fyrst“ Fólk sem er á föstu elsk­ar sig ekki endi­lega meira en þeir sem eru á lausu. Við erum öll ófull­kom­in og búum yfir ein­hvers kon­ar mis­brest­um.

„Þú ert of vand­lát/​ur“ Þótt ein­stak­ling­ur sé á lausu og vilji bara eitt­hvað ákveðið þýðir það ekki að sá ein­stak­ling­ur sé of vand­lát­ur. Það er auk þess mjög mik­il­vægt að velja sér maka mjög vel.

„Klukk­an tif­ar“ Það vilja ekki all­ar kon­ur börn og ef þær vilja börn hjálp­ar ekki að minna þær á að frjó­sem­in fari minnk­andi með aldr­in­um.

„Hann/​hún er þarna ein­hvers staðar úti“ Kannski er mann­eskj­an þarna úti en hvernig veist þú það? Kannski er ein­hleypi vin­ur þinn líka bara mjög ham­ingju­sam­ur með lífið eins og það er akkúrat núna.

„Þú ætt­ir…“ Það þarf ekki að segja ein­hleypu fólki enda­laust hvernig það á að vera aðlaðandi, hvernig það á að fara á stefnu­mót og með hverj­um. Þess­ar upp­lýs­ing­ar hjálpa ekki mörg­um. Vin­ir í sam­bönd­um ættu að bíða með að gefa ráð þangað til sá ein­hleypi biður um þau.

„Leyfðu mér að kynna þig fyr­ir…“ Um þetta gild­ir sama regl­an. Bíddu eft­ir að ein­hleypi vin­ur þinn biðji um að vera kynnt­ur fyr­ir ein­hverj­um. Þótt þú eig­ir tvo vini sem eru ein­hleyp­ir þýðir það ekki að þeir eigi vel sam­an.

.

FLEIRI KURTEISISFÆRSLUR

— ÓÞARFA RÁÐ OG ÓUMBEÐIN —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.