Döðlubrauð með apríkósum

Döðlubrauð með apríkósum apríkósur döðlur heiðdís Laufey Birna STÍNA BEN kristín benediktsdóttir
Yngisstúlkurnar Heiðdís Ósk og Laufey Birna með döðlubrauðið

Döðlubrauð með apríkósum

Í sunnudagsbíltúr fyrir skömmu var komið við hjá Stínu Ben og Gunna Ben(eins og hann er stundum kallaður hér í gríni). Eins og oft áður hjá þeim hjónum sá vart í borðið fyrir heimabökuðu kaffimeðlæti. Þetta döðlubrauð með apríkósum bragðaðist einstaklega vel með nettri smjörklípu á.

.

DÖÐLUBRAUР— BAKSTUR — STÍNA BEN

.

Döðlubrauð með apríkósum

2 b döðlur

2 b hveiti

1/2 b púðursykur

1 tsk natron

2 egg

1-2 msk bráðið smjör

1/3 b apríkósur, skornar í strimla

Leggið döðlur í bleyti í sjóðandi vatni þannig að það fljóti yfir þær, blandið saman púðursykri,hveiti og natroni og geymið í skál, bleytið í þessu með eggjum og bræddu smjöri. Látið döðlurnar og apríkósurnar í restina saman við. Hrærið sem minnst, bakið í jólakökuformi 1 klst við 175-200° í ca 1 klst 2 lítil form eða 1 stórt.

.

DÖÐLUBRAUР— BAKSTUR — STÍNA BEN

— DÖÐLUBRAUÐ MEÐ APRÍKÓSUM —

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Steypiboðstertan

Steypiboðstertan. Vinkonur Jóhönnu frænku minnar komu henni á óvænt með Baby Shower boði sem kallast Steypiboð á íslensku. Meðal góðra kaffiveitinga þar var þessi góða og fallega terta. Það þarf ekki alltaf að flækja málin, vel má bjarga sér á pakkatertum eins og frá Betty Crocker eins og gert er hér.Saltkaramellusmjörkrem, sem er alveg himneskt, á milli, á hliðarnar og ofan á. Ofan á það fór svo bleikt súkkulaði frá Allt í köku.

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....

Fyrri færsla
Næsta færsla