Auglýsing
Döðlubrauð með apríkósum apríkósur döðlur heiðdís Laufey Birna STÍNA BEN kristín benediktsdóttir
Yngisstúlkurnar Heiðdís Ósk og Laufey Birna með döðlubrauðið

Döðlubrauð með apríkósum

Í sunnudagsbíltúr fyrir skömmu var komið við hjá Stínu Ben og Gunna Ben(eins og hann er stundum kallaður hér í gríni). Eins og oft áður hjá þeim hjónum sá vart í borðið fyrir heimabökuðu kaffimeðlæti. Þetta döðlubrauð með apríkósum bragðaðist einstaklega vel með nettri smjörklípu á.

.

Auglýsing

DÖÐLUBRAUР— BAKSTUR — STÍNA BEN

.

Döðlubrauð með apríkósum

2 b döðlur

2 b hveiti

1/2 b púðursykur

1 tsk natron

2 egg

1-2 msk bráðið smjör

1/3 b apríkósur, skornar í strimla

Leggið döðlur í bleyti í sjóðandi vatni þannig að það fljóti yfir þær, blandið saman púðursykri,hveiti og natroni og geymið í skál, bleytið í þessu með eggjum og bræddu smjöri. Látið döðlurnar og apríkósurnar í restina saman við. Hrærið sem minnst, bakið í jólakökuformi 1 klst við 175-200° í ca 1 klst 2 lítil form eða 1 stórt.

.

DÖÐLUBRAUР— BAKSTUR — STÍNA BEN

— DÖÐLUBRAUÐ MEÐ APRÍKÓSUM —

.

1 athugasemd

  1. Ég efast nú um að hann Gunni sé Ben….síðast þegar ég vissi var hann frændi minn og er Óskarsson. 🙂

Comments are closed.