Auglýsing
Engiferteriyaki hlýri engifer fiskur teryaki
Engifer teriyaki hlýri

Engifer teriyaki hlýri

Svipaður réttur birtist í Húsum og híbýlum fyrir nokkrum árum og var ættaður frá konu af góðu erlendu bergi brotin, að mig minnir, en þar sem ég hef týnt uppskriftinni, er hann dálítið upp úr mér. Auðvitað má nota annan fisk en hlýra, konan var með lax í sínum rétti. Af einhverjum ástæðum lauma ég alltaf meira af hvítlauk og engifer en sagt er í uppskriftum, en reyni að stilla í hóf hér. Þeir sem vilja láta „bíta svolítið í“ geta því aukið magnið, en í báðum tilfellum er hann ægigóður.

Engifer teriyaki hlýri

vænt hlýraflak

1/2 dl soyasósa

1 tsk teriyaki sósu

smávegis worcesterhire sósa

1 tsk rifið engifer

1 dl hvítvín

1 tsk hunang

1 hvítlauksrif – skorið smátt

Hitið allt nema hlýrann í potti. Látið kólna. Setjið fiskinn í skál og hellið leginum yfir, geymið í ísskáp í um 30 mín.

Setjið hlýrann í eldfast form og bakið í 170° heitum ofni í 15 mín (passið að elda hann ekki of lengi).

Sósa með fiskinum. Látið marineringarlöginn í pott, bætið við eins og hálfum bolla af vatni, fiskikrafti og þykkið með smá kartöflumjöli (sem er leyst upp í köldu vatni)

Hlýri í mareneringu

Auglýsing

1 athugasemd

Comments are closed.