Daglegt brauð – Café Valný

Daglegt brauð – Café Valný fræ korn Heba Guðrún Egilsstaðir

Á Egilsstöðum er mjög fínt kaffihús sem heitir Café Valný – þangað er gott að koma og heimilislegur bragur á öllu. Maturinn góður og allt útbúið á staðnum. Fólk sem er í matseld alla daga og af lífi og sál, hættir stundum að fara eftir uppskriftum og það getur verið erfitt að fá nákvæm hlutföll. Í meðfylgjandi uppskrift er ekkert magn við mjólkina eða súrmjólkina og brauð bakað þangað til það er tilbúið….

En brauðið er mjög gott og vel þess virði að koma við á Café Valný

Daglegt brauð – Café Valný

ca. 1 kg hveiti

1 msk sykur

ca 1 poki 5 korna fræblanda

3 tsk lyftiduft

1 tsk natron

1 tsk salt

mjólk

súrmjólk

öllu blandað saman og vætt með mjólk og súrmjólk = þykkt deig.
sett í tvö stór brauðform, penslað með eggi og fræjum stráð yfir.
bakað á 180 þangað til tilbúið.

ég set stundum hvannafræ eða byggmjöl í brauðið.

Kv. Heba og Gunna á Café Valný

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Fíkjusalat með portvíni

Fikjusalat

Fíkjusalat með portvíni. Er alveg að missa mig í Downton Abbey uppskriftum. Í þáttunum er þetta fíkjusalat milliréttur. Dressinguna á að sjóða niður svo hún minni á síróp, ekki samt þykkt síróp. Dressingin stífnar í ísskápnum. Fíkjurnar verða næstum því óbærilega góðar, sjálfur gerði ég mér margar ferðir í ísskápinn til að „athuga hvort ekki væri allt í lagi"....

Sjómannadagstertan

Sjómannadagstertan

Látið ekki hugfallast þó uppskriftin virðist löng og með mörgum hráefnum. Tertan er afar góð og vel þess virði að baka hana um sjómannadagshelgina eða á öðrum tímum þegar mikið liggur við.

Rauðrófumauk

rauðrófumauk

Rauðrófumauk. Diddú á gríðargott safn góðra uppskrifta og laumar að okkur einni og einni. Þessi kemur frá henni. Rauðrófumaukið er gott ofan á brauð, með ostum eins og hummus.

Fyrri færsla
Næsta færsla