Möndlumjólk er bráðholl
Möndlur eru prótinríkar, fullar af góðum fitusýrum og með allskonar andoxunarefnum. Döðlurnar eru í uppskriftinni til að fá sætukeim, sumir nota líka vanillu til að fá auka bragð. Það getur verið ágætt að sía mjólkina með þar til gerðum klút en þeir sem eiga kraftmiklar matvinnsluvélar þurfa ekki að sía mjólkina.
— MÖNDLUMJÓLK —
.
Möndlumjólk
1 b möndlur, með eða án hýðis
4 b vatn
2 döðlur – lagðar í bleyti í 30-60 mín
Setjið allt í matvinnsluvél og maukið vel.
Hér er grein um hnetur og möndlur.
— MÖNDLUMJÓLK —
.