Gráfíkjukaka – unaðslega góð kaka

Gráfíkjukaka gráfíkjuterta Birna Björnsdóttir Bergdís Ýr Brimnes fíkjur kaka gráfíkjur
Bergdís með gráfíkjukökuna góðu

Gráfíkjukaka

Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum – en ég var með tertuást á Birnu…. (og mörgum fleiri konum).

BERGDÍS ÝRBIRNA BJÖRNSDPÁLÍNUBOÐGRÁFÍKJURÆTTARMÓT

.

Albert vilborg guðný árdís bergdís Bjarni þór
Ættarmótsnefndin Albert, Vilborg, Guðný Steinunn, Árdís Hulda, Bergdís Ýr og Bjarni Þór

VILBORGGUÐNÝ STEINUNN — ÁRDÍS HULDA — BERGDÍS ÝR — BJARNI ÞÓR

Gráfíkjukaka

150 g hveiti
150 g gráfíkjur
100 g smjör
100 g sykur
1 egg
1/2 tsk matarsódi
Skerið gráfíkjur í litla bita og sjóðið í tæpum pela af mjólk. Sjóðið vel svo gráfíkjurnar verði mjúkar og úr verði hálfgert mauk. Látið kólna. Þeytið smjör og sykur saman og bætið egginu út í. Hrærið létt og ljóst. Bætið matarsódanum út í deigið og því næst gráfíkjumaukinu. Hrærið saman. Bakið í hringlaga formi, 180° í rúman hálftíma.
Krem
75 g smjör
100 g flórsykur
1 egg
smá vanilla
kakó ef vill (fyrir lit og bragð)
Greinin sem Bergdís skrifaði um ömmu sína
Hluti af grein í blaði Franskra daga sem Bergdís skrifaðu um ömmu sína. Greinina í heild má sjá HÉR — Önnur blöð Franskra daga eru HÉR — FRANSKIR DAGAR
.
🇮🇸
🇮🇸
Auglýsing

Meira úr sama flokki

Döðluterta Ólafs

Afmæli

Döðluterta Ólafs. Herra Ólafur hélt upp á fyrsta afmælisdaginn sinn í dag með pompi og prakt. Að vísu setti hann smá spurningamerki við afmælissönginn og stakk vísifingri í annað eyrað...

Rúllutertu- og frómasgóðgæti

Rúllutertu- og frómasgóðgæti. Ó hvað mér þótti svona nokkuð gott í æsku. Rúlluterta skorin í sneiðar og sett í skál eða í kökuform. Síðan var frómas hellt í og kælt. Að því búnu var herlegheitunum hvolft á disk og borið þannig fram.

Salsa tómatasalat – Hollt, gott, fallegt og fitulítið

Ferskt tómat salsa. Ferskt og bragðmikið sumarsalat. Ef ykkur ofbýður að nota heilan chili þá má bara minnka hann. Salsa eins og hér er er sennilega oftast notað með mexíkóskum mat og inn í vefjur en tómatsalsa á einnig vel við sem meðlæti t.d. með grillmat. Hollt, gott, fallegt og fitulítið