Á stórfínu ættarmóti um helgina komu gestir með kaffimeðlæti, lögðu á borð og allir buðu öllum í kaffi. Stórsniðugt og auðvelt í framkvæmd, flestir komu með heimabakað, aðrir með sultur og osta og einhverjir komu við í bakaríi. Bergdís Ýr kom með unaðslega góða köku sem hún bakaði upp úr gamalli handskrifaðri uppskriftabók Birnu ömmu sinnar. Satt best að segja fór í þrjá eða fjóra áratugi aftur í tímann þegar ég bragðaði á fyrsta bitanum – en ég var með tertuást á Birnu…. (og mörgum fleiri konum).
Skerið gráfíkjur í litla bita og sjóðið í tæpum pela af mjólk. Sjóðið vel svo gráfíkjurnar verði mjúkar og úr verði hálfgert mauk. Látið kólna. Þeytið smjör og sykur saman og bætið egginu út í. Hrærið létt og ljóst. Bætið matarsódanum út í deigið og því næst gráfíkjumaukinu. Hrærið saman. Bakið í hringlaga formi, 180° í rúman hálftíma.
Krem
75 g smjör
100 g flórsykur
1 egg
smá vanilla
kakó ef vill (fyrir lit og bragð)
Hluti af grein í blaði Franskra daga sem Bergdís skrifaðu um ömmu sína. Greinina í heild má sjá HÉR — Önnur blöð Franskra daga eru HÉR — FRANSKIR DAGAR—
Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.
Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.
Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.