Auglýsing

Grænkálssúpa grænkál súpa

Grænkálssúpa. Það tók sléttar fimm mínútur að útbúa kvöldmatinn, alveg satt. Til fjölda ára starfaði ég sem blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni tók ég viðtal við konu sem borðar eingöngu hráfæði. Hún sagði frá því að hún væri aldrei lengur en 20 mín að útbúa hverja máltíð. Ég ranghvolfdi augunum yfir þessari vitleysu í konunni EN þetta er dagsatt. Fólk sem er alltaf í tímaþröng ætti að íhuga hvort hráfæði henti. Já og auðvitað líka þeir sem hafa fengið alla heimsins sjúkdóma og eru ýmist að stíga upp úr pest og um það bil að fá aðra, eða með vefjagigt, offitusjúklingar eða hvað þetta nú allt heitir….

Auglýsing

Grænkálssúpa

½ búnt af grænkáli (hálf kannan í blandaranum)

handfylli af kóríander

1 hvítlauksrif

½ b hráar möndlur, bleyttar í 8 tíma

1 avókadó

1 msk ólívuolía

10 sólþurrkaðir tómatar

chili flögur (eða jalapeno)

sjávarsalt

volgt vatn eins og maður vill hafa þykktina

Setjið í matvinnsluvél og blandið þar til súpan er rjómakennd. Ef hún verður ekki volg í vélinni, setjið hana þá á eldavélina í potti stutta stund, en hitið ekki mikið, til að næringarefnin fari ekki til spillis. Súpan er sterk svo að hún er frábær í rigningu eða kulda.

 

Grænkálssúpa