Grænkálssúpa

Grænkálssúpa grænkál súpa hráfæði raw food kale
Grænkálssúpa

Grænkálssúpa

Það tók sléttar fimm mínútur að útbúa kvöldmatinn, alveg satt. Til fjölda ára starfaði ég sem blaðamaður á Gestgjafanum, einhverju sinni tók ég viðtal við konu sem borðar eingöngu hráfæði. Hún sagði frá því að hún væri aldrei lengur en 20 mín að útbúa hverja máltíð. Ég ranghvolfdi augunum yfir þessari vitleysu í konunni EN þetta er dagsatt. Fólk sem er alltaf í tímaþröng ætti að íhuga hvort hráfæði henti. Já og auðvitað líka þeir sem hafa fengið alla heimsins sjúkdóma og eru ýmist að stíga upp úr pest og um það bil að fá aðra, eða með vefjagigt, offitusjúklingar eða hvað þetta nú allt heitir….

GRÆNKÁLSÚPURHRÁFÆÐI

.

Grænkálssúpa

½ búnt af grænkáli (hálf kannan í blandaranum)

handfylli af kóríander

1 hvítlauksrif

½ b hráar möndlur, bleyttar í 8 tíma

1 avókadó

1 msk ólívuolía

10 sólþurrkaðir tómatar

chili flögur (eða jalapeno)

sjávarsalt

volgt vatn eins og maður vill hafa þykktina

Setjið í matvinnsluvél og blandið þar til súpan er rjómakennd. Ef hún verður ekki volg í vélinni, setjið hana þá á eldavélina í potti stutta stund, en hitið ekki mikið, til að næringarefnin fari ekki til spillis. Súpan er sterk svo að hún er frábær í rigningu eða kulda.

Setjið allt í matvinnsluvél…

 

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Blóðhreinsandi og hressandi drykkur

Blóðhreinsandi og mjög hressandi drykkur. Eitt af því fyrsta sem Elísabet næringarfræðingur hvatti mig breyta var að taka inn lýsi og blóðhreinsandi drykk á hverjum morgni. Satt best að segja varð mér ekki um sel þegar ég sá hvað er í honum en lét slag standa og bretti upp ermar... Það rifjaðist upp fyrir mér að ég hafði séð svona drykk í skrifum Hallgríms heitins Magnússonar læknis og e.t.v. fleiri. Fyrst var ég með nokkur korn af caynne pipar en núna er ég kominn upp í þriðjung úr teskeið. Drykkurinn er mjög hressandi og maður finnur hvernig blóðið flæðir um æðarnar af enn meiri krafti en áður - ég hvet ykkur til að prófa, amk í nokkra daga (helst lengur).

SaveSave

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn

Bessastaðaterta frá forsetatíð Kristjáns og Halldóru Eldjárn. Vilborg systir mín var aðstoðarráðskona á forsetasetrinu síðasta ár Kristjáns Eldjárns í embætti og vann þar fyrstu mánuði Vigdísar. Ég fór einu sinni í heimsókn þegar hún var að vinna á Bessastöðum og mér fannst þetta eins og höll - þarna var ég ekki orðinn táningur. Held það sé í lagi að segja frá því núna að ég svalaði forvitni minni vel með því að skoða allt húsið hátt og lágt og naut þess í botn. Man eftir að hafa farið í vínkjallarann undir eldhúsinu, niður þröngan stiga, þar sem  einu sinni var fangelsi. Í kjallaranum voru rimlar fyrir litlu gluggunum og metersþykkir veggir (eins og allstaðar í húsinu) og svo mátti enn sjá hlekki í útveggnum. Í eldhúsinu man ég að voru stórar tréskúffur með mat í, ein var full af rúsínum....