Karamelluhnetur – ægigott hnetumauk

Sólveig þorleifsdóttir Karamelluhnetur - ægigott hnetumauk ættarmót hnetur karamellur karamellukrem möndlur graskersfræ
Karamelluhnetur – ægigott hnetumauk

Karamelluhnetur

Á ættarmótinu kom Sólveig frænka mín með ægigott hnetumauk með karamellubragði. Eins og áður hefur komið fram fer fólk mismikið eftir uppskriftum (ég er einn af þeim). Stundum getur verið snúið að fá uppskriftir í réttum hlutföllum. Uppskriftin hér að neðan er eins og ég fékk hana senda:

Albert! þú gerir létt karamellukrem, það má vera þunnt bætir við allskonar hnetum, möndlum með hýði. Ég mauka þetta með töfrasprotanum. Ég hef graskersfræ heil með líka. Mér finnst þetta hrikalega gott. Kv. Sólveig Þorleifs

☄️

SÓLVEIG ÞORLEIFSÍSLENSKT — KAFFIMEÐLÆTIKJÖTSÚPA — SÚPUR — LAGKÖKURÆTTARMÓTSALÖTKARAMELLA

☄️

Karamelluhnetur – ægigott hnetumauk

☄️

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rabbar barinn – Hlemmur mathöll

Rabbar-barinn á Hlemmi mathöll. Bryndís Sveinsdóttir eigandi tók á móti mér með brosi á vör. Á hverjum morgni fær hún ferskt grænmeti frá íslenskum bændum. Hjá henni er hægt að fá þrjár tegundir af súpum daglega sem framreiddar eru í umhverfisvænum umbúðum. Auk þess er boðið upp á undurgóðar grillaðar humarsamlokur með basildress­ingu, bei­koni og græn­meti. Dásemd samlokanna spyrst hratt út og þann stutta tíma sem ég staldraði við á Rabbar-barnum komu tveir eða þrír starfsmenn í húsinu til að fá samlokurnar góðu.

Fjaran á Húsavík

Fjaran

Fjaran á Húsavík. Á ferðalagi okkar um Norðurland var borðað á nýjum veitingastað á Húsavík. Tveir ungir menn gengu um beina og stjönuðu við okkur - þeir voru með augu á hverjum fingri, eins og sagt er um þægilegt framreiðslufólk með þjónustulund. Maturinn var einstaklega góður, við fengum sætkartöflusúpu í forrétt og steikta bleikju með byggottói, steiktu fenneli og hollandaise sósu. Fallegur staður sem mæla má með.

Sómakonur í boði – veisla með mjög lítilli fyrirhöfn

Sómakonur í heimsókn. Í miklum önnum er skipulagið mikilvægt ef ekki mikilvægast. Það er frábær kostur fyrir störfum hlaðið fólk, sem vill halda veislu með sem minnstri fyrirhöfn, að fá senda heim veislubakka. Þetta reyndum við á dögunum þegar Árdís systir mín og hennar vinkonur komu hingað með stuttum fyrirvara.

Fyrri færsla
Næsta færsla