Mexíkósúpa

Mexíkósúpa ármann andri mexíkó mexíkóskur matur súpa matarmikil súpa
Mexíkósúpa

Mexíkósúpa

Á síðasta ættarmóti kom fólk með eitthvað með sér á kaffihlaðborð – svona allir bjóða öllum í kaffi-stemningin. Um kvöldið bauð svo ættarmótsnefndin upp á súpur, hver meðlimur í nefndinni kom með eina súputegund. Ein af þeim súpum sem boðið var uppá var Mexíkósúpa, hún var borin fram í stórum potti. Eins og sjá má er uppskriftin stór og þið minnkið hana eftir þörfum – mikið svakalega er þessi súpa góð….

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURÆTTARMÓT

.

Mexíkósúpa

4  laukar- saxaðir

4 paprikur paprikur – í öllum litum

1 dl góð olía

3 bakkar kjúklingalundir

10 dósir af taco-sósum – millisterku og sterku

2 flöskur Heinzchili tómatsósa

4 dósir af tómatsafa úr dósum

22 kjúklingateningar

smá chillipipar

2 l matreiðslurjómi

1 l rjómi

3-4 l vatn

Saxið lauk og papriku og steikið í olíunni. Bætið út í kjúklingalundum, sósum, tómatsafa, kjúklingateningum, chili og vatni. Sjóðið á lágum hita í um 30 mín. Bætið þá út í rjómanum og sjóðið áfram í um 10 mín. Berið súpuna fram með rifnum osti, sýrðum rjóma og Doritos flögum.

Vilborg og Árdís brettu upp ermar og suðu mexíkósúpuna

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURÆTTARMÓT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.