Mexíkósúpa

Mexíkósúpa ármann andri mexíkó mexíkóskur matur súpa matarmikil súpa
Mexíkósúpa

Mexíkósúpa

Á síðasta ættarmóti kom fólk með eitthvað með sér á kaffihlaðborð – svona allir bjóða öllum í kaffi-stemningin. Um kvöldið bauð svo ættarmótsnefndin upp á súpur, hver meðlimur í nefndinni kom með eina súputegund. Ein af þeim súpum sem boðið var uppá var Mexíkósúpa, hún var borin fram í stórum potti. Eins og sjá má er uppskriftin stór og þið minnkið hana eftir þörfum – mikið svakalega er þessi súpa góð….

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURÆTTARMÓT

.

Mexíkósúpa

4  laukar- saxaðir

4 paprikur paprikur – í öllum litum

1 dl góð olía

3 bakkar kjúklingalundir

10 dósir af taco-sósum – millisterku og sterku

2 flöskur Heinzchili tómatsósa

4 dósir af tómatsafa úr dósum

22 kjúklingateningar

smá chillipipar

2 l matreiðslurjómi

1 l rjómi

3-4 l vatn

Saxið lauk og papriku og steikið í olíunni. Bætið út í kjúklingalundum, sósum, tómatsafa, kjúklingateningum, chili og vatni. Sjóðið á lágum hita í um 30 mín. Bætið þá út í rjómanum og sjóðið áfram í um 10 mín. Berið súpuna fram með rifnum osti, sýrðum rjóma og Doritos flögum.

Vilborg og Árdís brettu upp ermar og suðu mexíkósúpuna

MEXÍKÓSÚPURKJÚKLINGURÆTTARMÓT

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Kaffihúsið Pallett í Hafnarfirði

Pallett - Albert og Pálmar Pallett

Það er reglulega heimilislegt að fara á Pallett, til þeirra Davids og Pálmars. David kemur með sín ensku áhrif (bestu Scones á Íslandi) og er Pálmar margfaldur Íslandsmeistari kaffibarþjóna. Hér er allt heimalagð frá grunni, eins og í öllum góðum eldhúsum.

Múslí – heimagert og meiriháttar

Múslí. Fjölmargt er hægt að nota til að útbúa sitt eigið múslí, það er bæði auðvelt og skapandi. Hér er uppskrift sem ég hef til hliðsjónar. Ekki láta hugfallast þó eitthvað vanti, það er ekki hundrað í hættunni. Oftast nota ég rúsínur en vel má nota aðra þurrkaða niðursaxaða ávexti eða ber. Þá eykur það fjölbreytnina að blanda saman við tilbúnu góðu múslíi.