Linsu- og grænmetissúpa

Linsu- og grænmetissúpa Jón björgvin steinsson sigurlaug maría jónsdóttir Silla Mæja
Jón Björgvin við linsu- og grænmetissúpupottinn

Linsu- og grænmetissúpa

Aðeins meira af ættarmótsveitingum, en mikið óskaplega eru ættingjar mínir myndarlegir í matseldinni. Silla Mæja kom með ljúffenga grænmetissúpu sem hvarf eins og dögg fyrir sólu eins og allt annað – getur verið að við séum mathákar?

–  SÚPURVEGAN

.

Linsu- og grænmetissúpa

1 msk lífræn, kaldpressuð kókosolía (eða bara ólífuolía)

1 rauðlaukur, skorinn smátt

1 slétt msk paprikukrydd

2 lárviðarlauf

2 hvítlauksrif, skorin smátt eða pressuð

2 ½ dl linsubaunir (rauðar eða grænar sem hafa legið í bleyti)

3 gulrætur, skornar í bita

2 kartöflur, skrældar og skornar í bita

½ sæt kartafla, skræld og skorin í bita

1 rauð paprika, skorin smátt

Rúml. 1 lítri af vatni

1 dós (400gr) niðursoðnir tómatar

3 grænmetisteningar (lífrænir og gerlausir)

Mýkið lauk og hvítlauk í olíunni í nokkrar mínútur við lágan hita. Bætið linsunum og öllu grænmetinu út í og mýkið í dálitla stund. Setjið vatnið og tómatana út í sem ásamt grænmetisteningunum. Látið suðuna koma upp, lækkið svo hita og látið malla í um 20 mínútur.

(Uppskrift fengin úr bókinni hennar Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur „Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða“)

–  SÚPURVEGAN

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Súpa og súpudiskur

Súpudiskur

Súpa og súpudiskur. Það þykir ekki viðeigandi að lyfta súpudisknum frá borðinu nema þá til að halla honum. Í allra fínustu veislunum þykir æskilegt að halla disknum frá sér og setja súpuna á skeiðina með því að færa hana frá sér. Satt best að segja hef ég engan séð sem hallar disknum frá sér, sennilega bara ekki farið í allra fínustu veislurnar.

Blóðnasir hættu eftir að mataræði var tekið í gegn

Blóðnasir

BLÓÐNASIR. Allar götur síðan ég man eftir mér hef ég fengið blóðnasir að minnsta tilefni. Mjög oft hefur verið brennt fyrir en ekkert breyttist við það. U.þ.b. þremur vikum eftir að við gerðumst grænmetisætur hætti ég að fá blóðnasir og hef ekki fengið síðan.

Pekanpæ

Ótrúlega auðvelt pecanpæ. Ath að þetta er lítil uppskrift, hana má auðveldlega stækka með því að t.d. tvöfalda uppskriftina. Ármann kom hér við þegar pæið var tilbúðið og fékk að smakka...