Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri heiðdís Laufey Birna
Heiðdís og Laufey með bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

Í dag er kjörið að baka brauð. Þetta er góð blanda: hnetusmjör, bananar og súkkulaði. Eins og öllum ætti að vera ljóst er ekki sama súkkulaði og súkkulaði. Alvöru dökkt súkkulaði er miklu betra og hollara.

BANANABRAUР— HNETUSMJÖR

.

Bananabrauð með súkkulaði og hnetusmjöri

1 b hveiti
1 b heilhveiti
1/2 b sykur
1 msk lyftiduft
1/2 tsk salt
1 b stappaðir bananar
1/3 b mjólk
1/3 b hnetusmjör
4 msk olía
2 egg
1 b gott dökkt súkkulaði, skorið í bita
1/2 b saxaðar hnetur (hesli hnetur)
Setjið fyrst þurrefnin í hrærivélaskál, síðan allt hitt. Hrærið saman um stund og
bakið í 50-60 mín á 180°C

BANANABRAUР— HNETUSMJÖR

.

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Baileysjógúrt Vigdísar

 

Baileysjógúrt Vigdísar. Gestabloggarinn Vigdís Másdóttir útbjó bakaðan kjúkling með spínati, pestói og fetaosti og var með Baileysjógúrt í eftirrétt - einfaldan og bóðan.

„Þessi eftirréttur varð til á köldu kvöldi þegar mig langaði í eitthvað sætt og enginn nennti út í búð að sækja eitthvað gott. Mjög einfalt og er tilbúið strax. Það er líka hægt að gera þetta með góðum fyrirvara og setja í kæli, verður alls ekki verra við það."

Snittubrauð

Snittubrauð. Það má segja að gríðarlegur munur sé milli bakaría á snittubrauðum. Oft förum við í Sandholtsbakarí...

Skálað; Lyfta – drekka – lyfta

Skálað; Lyfta - drekka - lyfta.
Gaman er að lyfta glösum til að heiðra einhvern á mannamótum, eða til að skála fyrir kvöldinu, lífinu o.s.frv. Um leið og við lyftum glasi er skemmtileg venja að ná stuttu augnsambandi við þá sem við skálum við, þ.e. ef hópurinn fer ekki yfir 6-8 manns (til að ná augnsambandi má glasið því ekki fara hærra en svo að andlitið sjáist), annars lítur maður bara yfir hópinn. Þá dreypum við á, lyftum síðan glasinu aftur og lítum um leið aftur á þá sem við skálum við. Æfingin skapar meistarann.

SaveSave

Fyrri færsla
Næsta færsla