Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu túnfiskur
Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu. Með því að glugga (gúggla) má komast að því að hæfilegt er að áætla 100 g af ósoðnu spaghettíi á mann. Speltspaghettí bragðast nákvæmlega eins og spaghettíið úr hvíta hveitinu og þarf álíka langa suðu. Fann óvænt eina dós af sardínum í eldhússkápnum, saxaði þær niður og setti út í sósuna. Og smá gagnslaus fróðleikur: Heimsmetið í að sjóða spaghettí var sett árið 2009 þegar rúm sex tonn voru soðin í einu í sundlaug í Kaliforníu….

Spaghetti með túnfisksósu

Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni.

Sósa:

1/2 hvítlaukur

1/2 laukur eða svipað magn af blaðlauk

1 dl góð olía

2 dósir túnfiskur í vatni

ca 70 g parmesan ostur, rifinn

1/2 l rjómi

salt og pipar

fersk steinselja, söxuð

Saxið smátt hvítlauk og lauk og steikið í olíunni. Bætið við túnfiski (og vatninu líka), parmesan osti, rjóma, salti og pipar. Látið malla í við lágan hita í um fimm mín.

Látið spaghettíið á disk og vænan slurk af sósu yfir. Stráið vel af steinselju yfir.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Spaghetti með túnfisksósu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Rústik í Hafnarstræti

Rústik í Hafnarstræti er góður kostur í hádeginu. Staðurinn hefur, eins og nafnið gefur til kynna, svolítið gróft yfirbragð með upprunalegum bitum með stórum bilum. Samt sem áður eru innréttingar notalegar. Uppi er líka salur og annar minni, með 12-14 manna borði, upplagður fyrir fundi eða smærri hópa. Á Rústik er fjölbreyttur og góður matur og víst að allir finna þar eitthvað við sitt hæfi