Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu túnfiskur
Spaghetti með túnfisksósu

Spaghetti með túnfisksósu. Með því að glugga (gúggla) má komast að því að hæfilegt er að áætla 100 g af ósoðnu spaghettíi á mann. Speltspaghettí bragðast nákvæmlega eins og spaghettíið úr hvíta hveitinu og þarf álíka langa suðu. Fann óvænt eina dós af sardínum í eldhússkápnum, saxaði þær niður og setti út í sósuna. Og smá gagnslaus fróðleikur: Heimsmetið í að sjóða spaghettí var sett árið 2009 þegar rúm sex tonn voru soðin í einu í sundlaug í Kaliforníu….

Spaghetti með túnfisksósu

Sjóðið spaghettíið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningunni.

Sósa:

1/2 hvítlaukur

1/2 laukur eða svipað magn af blaðlauk

1 dl góð olía

2 dósir túnfiskur í vatni

ca 70 g parmesan ostur, rifinn

1/2 l rjómi

salt og pipar

fersk steinselja, söxuð

Saxið smátt hvítlauk og lauk og steikið í olíunni. Bætið við túnfiski (og vatninu líka), parmesan osti, rjóma, salti og pipar. Látið malla í við lágan hita í um fimm mín.

Látið spaghettíið á disk og vænan slurk af sósu yfir. Stráið vel af steinselju yfir.

FLEIRI PASTARÉTTIR

Spaghetti með túnfisksósu

Auglýsing

Meira úr sama flokki

Vöfflur – klassísk uppskrift úr bókinni Við matreiðum

Vöfflur. Fátt er dásamlegra en ilmur af nýbökuðum vöfflum. Það er einhver óútskýrð hlýja sem fylgir þeim. Hér er uppskrif úr hinni ágætu bók Við matreiðum, bók sem ég eignaðist fyrir 35 árum og fletti reglulega upp í. Við matreiðum er hin fínasta bók, hún kom fyrst út árið 1976 og nýlega kom sjötta útgáfan út.

Peruterta, þessi gamla góða

20160830_152036

Peruterta. Í minningunni voru perutertur í öllum barnaafmælum og flestum fermingarveislum í mínu ungdæmi. Botnarnar voru mjúkir og gegnblautir. Þegar ég sá á fasbókinni að Borghildur Jóna var að baka eina slíka fyrir afmæli sonar síns, fékk ég fortíðarþráhyggjukast og bað hana um mynd og uppskrift. Ég bara stóðst ekki mátið.

Hjónabandssæla

Hjónabandssæla

Mjúk og góð hjónabandssæla er góð með kaffinu. Stundum verða hjónabandssælur seigar, kannski vegna þess að þær eru bakaðar of lengi. En eflaust líkar einhverjum að hafa þær seigar.